Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 14. mars 2021 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Leeds nálægt því að skora skrautlegt sjálfsmark
Luke Ayling.
Luke Ayling.
Mynd: Getty Images
Leeds og Chelsea skildu jöfn þegar liðin áttust við í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Niðurstaðan var markalaust jafntefli þrátt fyrir nokkuð fjörugan leik. Bæði lið fengu tækifæri til að skora en inn vildi boltinn ekki.

Heimamenn í Leeds komust nálægt því að skora skrautlegt sjálfsmark snemma leiks en sláin bjargaði þeim.

Luke Ayling ætlaði að negla boltanum í burtu en setti boltann beint í kollega sinn í vörn Leeds, Diego Llorente. Boltinn fór af Llorente og í slána.

Segja má að heppnin hafi verið með Leeds þarna en myndband af atvikinu má sjá hér að neðan. Þetta hefði verið eitt af skrautlegri sjálfsmörkum tímabilsins.

Chelsea chance vs Leeds 9' from r/soccer


Athugasemdir
banner
banner
banner