Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 15. nóvember 2021 12:24
Elvar Geir Magnússon
Segjast hafa verið rændir og vilja að leikurinn verði spilaður aftur
Suður-Afríkumenn vilja að leikurinn verði spilaður aftur.
Suður-Afríkumenn vilja að leikurinn verði spilaður aftur.
Mynd: Getty Images
Daniel Amartey fékk vítaspyrnuna.
Daniel Amartey fékk vítaspyrnuna.
Mynd: Getty
Suður-Afríkumenn ætla að leggja fram „formlegar kvartanir" vegna vafasamrar vítaspyrnu sem Gana fékk gegn liðinu í gær. Úr vítinu skoraði Gana sigurmark leiksins, 1-0 enduðu leikar.

Suður-Afríka þurfti jafntefli til að komast í þriðju og síðustu umferð undankeppni HM.

„Dómararnir ákváðu úrslit leiksins, það á ekki að vera þannig," segir Tebogo Mothlante, framkvæmdastjóri fótboltasambands Suður-Afríku.

„Við munum skrifa til fótboltasambands Afríku og til FIFA. Við förum fram á rannsókn á því hvernig leikurinn var dæmdur og véfengjum ákvarðanir sem teknar voru."

Daniel Amartey, miðjumaður Leicester, féll niður í teignum og Gana fékk vítaspyrnu. Það virtist vera afar lítil snerting frá varnarmanninum Rushine de Reuck.

„Við erum mjög vonsviknir yfir ákvörðunum dómaranna og getum ekki látið þá komast upp með eyðileggja fyrir leikmönnum. Við vorum rændir, það var ekki bara vítaspyrnudómurinn heldur líka fleiri vafasamar ákvarðanir. Við fáum sérfræðing til að skoða þetta svo við séum með sterkt mál í höndunum."

Suður-Afríkumenn eru meðvitaðir um að það er fordæmi fyrir því að leikur sé spilaður aftur. Í undankeppninni fyrir HM 2018 var leikur liðsins gegn Senegal endurtekinn því dómarinn var fundinn sekur um hagræðingu úrslitu

Suður-Afríka vann Senegal upphaflega 2-1 en FIFA komst að því að dómarinn Joseph Lamptey átti að sjá til þess að ákveðinn fjöldi af mörkum kæmi í leiknum. Hann dæmdi hendi og vítaspyrnu á varnarmann Senegals, Kalidou Koulibaly, þegar boltinn hafði farið í hné hans.

FIFA lét endurtaka leikinn. Senegal vann nýja leikinn 2-0 og komst á HM í Rússlandi.

„Auðvitað horfum við til þess að FIFA dæmdi að leikur okkar við Senegal yrði endurtekinn. Við teljum að sama ferli eigi að fara af stað núna eftir þennan leik við Gana," segir Mothlante.


Athugasemdir
banner
banner