Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 17. júní 2019 17:10
Ívan Guðjón Baldursson
Al-Khelaifi: Enginn sem neyddi Neymar til að skrifa undir
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Nasser Al-Khelaifi, moldríkur eigandi PSG, gaf ítarlegt viðtal við France Football á dögunum og hafa brot af því verið birt.

Það var í því viðtali sem Al-Khelaifi sagðist vera þreyttur á hegðun stórstjarnanna í PSG. Meiri áhersla verður lögð á vinnuframlag og ef stjörnunum líkar það ekki þá mega þær fara.

Þarna var hann augljóslega að tala um Neymar sem gæti verið á förum í sumar, ef eitthvað félag er reiðubúið til að greiða 222 milljónir evra fyrir hann. Það er verðið sem PSG greiddi til að fá hann frá Barcelona fyrir tveimur árum.

Einhverjir héldu að hann gæti einnig átt við Kylian Mbappe, sem hefur verið orðaður við Real Madrid, en svo er ekki.

„Kylian vill vera partur af þessu verkefni. Hann er mjög gáfaður og ég er 200% viss um að hann verði áfram hjá félaginu. Ég ætla ekki að leyfa þessum ótrúlega leikmanni að fara," sagði Al-Khelaifi meðal annars og svaraði spurningum um Neymar.

„Það mikilvægasta er að allir leikmenn séu fullkomlega helgaðir þessu verkefni. Það var enginn sem neyddi hann (Neymar) til að skrifa undir samning hérna. Hann vissi hvað verkefnið var þegar hann skrifaði undir."
Athugasemdir
banner
banner
banner