Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 17. júní 2020 22:28
Brynjar Ingi Erluson
David Luiz: Þetta var mér að kenna
David Luiz var í gjafastuði í kvöld en tekur alla ábyrgð á sig
David Luiz var í gjafastuði í kvöld en tekur alla ábyrgð á sig
Mynd: Getty Images
Brasilíski miðvörðurinn David Luiz var miður sín eftir 3-0 tapið gegn Manchester City í endurkomunni í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en hann kom liðsfélögum sínum í slæma stöðu í leiknum.

Luiz byrjaði á bekknum en kom inná fyrir Pablo Mari á 22. mínútu og gerði síðan slæm varnarmistök í uppbótartíma síðari hálfleiks sem leiddi til þess að Raheem Sterling skoraði.

Það voru nokkrar mínútur búnar af þeim síðari er hann braut svo klaufalega á Riyad Mahrez innan teigs. Vítaspyrna dæmd og Luiz rekinn af velli. Kevin De Bruyne skoraði og City komið í væna stöðu í leiknum.

Luiz hefur oft átt það til að vera kærulaus í varnarleiknum en hann tekur fulla ábyrgð á því sem gerðist.

„Þetta var alfarið mér að kenna og liðið átti engan þátt í því sem gerðist. Stjórinn er frábær, allir leikmennirnir voru frábærir, en þetta var því miður mér að kenna," sagði Luiz.

„Ég hefði átt að taka betri ákvarðanir á síðustu tveimur mánuðum en ég gerði það ekki. Þetta snerist allt um samninginn minn."

Framtíð Luiz hjá Arsenal var mikið til umræðu í apríl en þá var talið líklegt að hann myndi yfirgefa félagið í sumar og fara til Benfica en nú er staðan önnur. Fréttamaður Sky spurði hann nánar út í þessar slæmu ákvarðanir sem hann tók.

„Bara að reyna að ákveða framtíð mína sem fyrst en ég gerði það ekki. Ég vil ekki nota það sem afsökun. Þetta var bara mér að kenna og það er ekkert meira um það að segja."

„Ég elska að vera hér og þess vegna held ég áfram að æfa vel og þess vegna mætti ég í dag. Það var enginn sem bða mig um að tala, það er undir mér komið að fram. Ég vil vera áfram og stjórinn veit það og vill halda mér. Við erum bara að bíða eftir ákvörðunum,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner