Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 17. október 2018 11:11
Elvar Geir Magnússon
Kallað eftir því að Martin O'Neill verði rekinn
Martin O'Neill (hægra megin).
Martin O'Neill (hægra megin).
Mynd: Getty Images
Það er mikil pressa á Martin O'Neill, landsliðsþjálfara Írlands, eftir tvo tapleiki gegn Wales í Þjóðadeildinni.

Keith Andrews, fyrrum landsliðsmaður Írlands, segir að írska knattspyrnusambandið sjái eftir því að gefa O'Neill tveggja ára framlengingu á samningi sínum í janúar.

„Það er bara þetta sama gamla, ég sé engar breytingar. Þetta hafa verið hrikalega vond ár, síðustu tíu til fimmtán ár hafa verið þau verstu í manna minnum. Þetta er það slæmt," segir Andews.

„Martin verður að sjálfsögðu að axla ábyrgð. Það hafa orðið kynslóðaskipti á síðustu árum og gæðaleikmenn sem hafa gert gæfumuninn horfið á braut og skilið stór skörð eftir sig."

„Þú verður að spila úr þeim spilum sem þú færð, þú getur ekki farið og keypt leikmenn. Vissra leikmanna er saknað en Írland á að hafa gert betur síðustu ár."

Andrews segir að O'Neill hafi ekki hugmynd um hvað hann sé að gera og kallar eftir breytingum.
Athugasemdir
banner