Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 18. júní 2020 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Carragher: Luiz á enga framtíð hjá Arsenal
David Luiz tekur hvatvísar ákvarðanir
David Luiz tekur hvatvísar ákvarðanir
Mynd: Getty Images
David Luiz var rekinn af velli í gær
David Luiz var rekinn af velli í gær
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher, sparkspekingur á Sky Sports, telur að David Luiz eigi enga framtíð hjá Arsenal en Carragher og Gary Neville gerðu upp leik Manchester City og Arsenal í settinu í gær.

Luiz gerði sér erfitt fyrir í leiknum. Hann kom inná fyrir Pablo Mari á 22. mínútu og gerði svo mistök rúmum tuttugu mínútum síðar.

Hann var svo rekinn af velli fyrir að brjóta á Riyad Mahrez innan teigs. Luiz tók fulla ábyrgð á tapinu en Carragher telur það best að Arsenal losi sig við hann.

„Ég veit að Kevin De Bruyne átti frábæran bolta inn fyrir í þessu atviki og boltinn skoppaði af grasinu sem auðvitað bætir smá hraða í sendinguna en þetta hefur gerst svo oft að það er ekkert óvænt við það að hann sé á bekknum," sagði Carragher.

„Eins og ég sagði fyrir leikinn. Ég held að hann eigi enga framtíð hjá Arsenal á næstu leiktíð og þetta sannar það í raun. Fólk er endalaust að tala um reynslu. Stundum er reynsla ofmetinn eiginleiki. Þetta snýst allt um gæði."

„Það skiptir ekki máli hvað þú ert gamall. David Luiz er ekki nógu góður fyrir Arsenal. Þeir eru með ungan Frakka sem kemur fyrir næsta tímabil, svo eru þeir með Pablo Mari og þurfa að kaupa einn í viðbót. Þeir eru með Sokratis, og Mustafi sem spilaði í kvöld. Þeir eru ekki nógu góðir."

„Þetta er vandamálið. Þú ert með David Luiz og þú heldur þú náir því besta úr honum ef þú gerir hitt og þetta en það gerist ekki. Þeir sem stjórna þessu félagi eru að ákveða að framlengja ekki við hann um eitt ár og þeir hafa rétt fyrir sér. Ef Arteta heldur að hann eigi skilið að fá framlengingu þá hefur hann rangt fyrir sér

„Ég yrði persónulega mjög áhyggjufullur ef ég væri stuðningsmaður Arsenal og að Arteta myndi vilja framlengja við Luiz. Þá yrði ég mjög áhyggjufullur," sagði Carragher í lokin.

Gary Neville bætti ekki við mörgum orðum við þessa langloku hjá Carragher.

„Ég hef ekkert að segja í raun. Ég hef sagt allt sem ég hef haft að segja síðustu ár. Hann lærir aldrei og er of hvatvís," sagði hann og lokaði þannig umræðunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner