Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 18. nóvember 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Lozano hugsar sér til hreyfings - „Ég vil spila fyrir stærra félag
Hirving Lozano vill spila fyrir stórt félag í Evrópu
Hirving Lozano vill spila fyrir stórt félag í Evrópu
Mynd: EPA
Mexíkóski landsliðsmaðurinn Hirving Lozano langar að spila fyrir stærra félag en hann er á mála hjá ítalska félaginu Napoli.

Napoli er eitt af stærstu félögunum á Ítalíu og hefur verið í samkeppni við stóru liðin um deildina og bikarinn.

Þá er liðið fastagestur í Evrópukeppni en Lozano telur sig geta spilað fyrir stærra félag. Þessi ummæli féllu ekki í kramið hjá stuðningsmönnum Napoli.

„Ég held að ég geti spilað fyrir samkeppnishæft félag með góða liðsfélaga innanborðs. Ég hef vaxið mikið. bæði persónulega og sem knattspyrnumaður" sagði Lozano við TV Azteca Deportes.

„Sannleikurinn er sá að ég væri vel til í að spila fyrir stærra félag og ég tel mig mjög metnaðarfullan og með skýr markmið."

„Ég er að spila á góðu stigi og væri til í að taka næsta skref. Ég vil hins vegar taka eitt skref í einu og núna verð ég að halda áfram að bæta mig,"
sagði hann ennfremur en Lozano baðst síðar afsökunar á Instagram og segir að ummælin hafi verið tekin úr samhengi þrátt fyrir að hafa sagt þetta í viðtali í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Azteca Deportes.
Athugasemdir
banner
banner