Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 19. nóvember 2021 05:55
Brynjar Ingi Erluson
England um helgina - Stenst Arsenal prófið á Anfield?
Lið Arsenal hefur fagnað góðum árangri upp á síðkastið en tekst liðinu að standast prófið gegn mönnum á borð við Virgil van Dijk og Mo Salah?
Lið Arsenal hefur fagnað góðum árangri upp á síðkastið en tekst liðinu að standast prófið gegn mönnum á borð við Virgil van Dijk og Mo Salah?
Mynd: EPA
Enski boltinn fer aftur af stað um helgina eftir góða landsleikjatörn má þar hæst nefna leik Liverpool og Arsenal á Anfield.

Fyrsti leikur umferðarinnar er leikur Leicester og Chelsea á King Power-leikvanginum en sá hefst í hádeginu á morgun. Chelsea er á toppnum með 28 stig en Leicester í 12. sæti með 15 stig.

Sex leikir fara fram klukkan 15:00. Fyrsti leikur Aston Villa undir stjórn Steven Gerrard er gegn Brighton á meðan Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley mæta Crystal Palace.

Newcastle spilar við nýliða Brentford á St. James' Park og þá mun Dean Smith stýra Norwich City gegn Southampton. Ole Gunnar Solskjær vonast þá til að geta rifið Manchester United aftur í gang er liðið heimsækir Watford á Vicarage Road.

Sterkt lið West Ham mætir Wolves áður en Liverpool og Arsenal eigast við í lokaleik dagsins á Anfield. Liverpool tapaði fyrsta leik sínum á tímabilinu í síðustu umferð gegn West Ham á meðan Arsenal er búið að vera í góðum gír upp á síðkastið en liðið hefur þó ekki náð góðum úrslitum gegn liðunum í efstu sætunum og verður fróðlegt að sjá hvort leikmenn Arsenal standist prófið.

Á sunnudag spilar Englandsmeistaralið Manchester City við Everton klukkan 14:00 áður en Antonio Conte leiðir sína menn í Tottenham gegn Leeds í síðasta leik umferðarinnar.

Laugardagur:
12:30 Leicester - Chelsea
15:00 Aston Villa - Brighton
15:00 Burnley - Crystal Palace
15:00 Newcastle - Brentford
15:00 Norwich - Southampton
15:00 Watford - Man Utd
15:00 Wolves - West Ham
17:30 Liverpool - Arsenal

Sunnudagur:
14:00 Man City - Everton
16:30 Tottenham - Leeds
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner