Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 19. nóvember 2021 13:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Klopp: Ég hata landsleikjahlé
Mynd: Getty Images
„Ég hata landsleikjahlé," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, á blaðamannafundi fyrir leik Liverpool og Arsenal sem fram fer á morgun. Klopp svaraði neitandi þegar hann var spurður hvort þetta landsleikjahlé hefði komið á góðum tíma. „Nei, ég hefði viljað spila helgina eftir tapið gegn West Ham."

Tveggja vikna hlé hefur verið á deildarkeppnum í Evrópu þar sem lokaleikir undankeppni HM hjá landsliðum Evrópu fóru fram á þeim tíma.

Líklegt er að margir taki undir þessi orð Klopp, sérstaklega eftir slæmt gengi Íslands í undankeppninni.

„Það hjálpaði okkur ekki þegar kemur að meiðslum í hópnum." sagði Klopp.

Jordan Henderson, Andy Robertson, Divock Origi og Sadio Mane voru allir sendir fyrr heim úr landsleikjahlénu vegna meiðsla.

„Hend­er­son og Robert­son hafa ekki æft með liðinu ennþá, þeir hafa verið í end­ur­hæf­ingu og end­ur­heimt. Það verður tekin mjög síðbúin ákvörðun um hvort þeir spili á morg­un."

Klopp segir að Mane sé klár og hann vonar að Fabinho geti æft í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner