Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 19. nóvember 2021 22:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óskar um Sævar Atla: Þurfum að leyfa mönnum að taka slaginn
Sævar Atli
Sævar Atli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn
Óskar Hrafn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sævar Atli Magnússon var búinn að ná samkomulagi við Breðablik síðasta vor um að ganga í raðir félagsins eftir tímabilið 2021, samningur hans við uppeldisfélagið, Leikni, átti að renna út um áramótin.

Málin þróuðust þannig að Sævar Atli átti frábært tímabil með Leikni og var seldur til danska félagsins Lyngby í ágúst. Hjá Lyngby hefur Sævar Atli meira og minna verið á bekknum og ekki alveg náð að stimpla sig inn í danska boltann. Hann hefur byrjað tvo leiki og skorað eitt mark.

Fréttaritari ræddi við Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks, í vikunni og bar undir hann slúðursögu.

Sjá einnig:
„Söknum Thomasar, munum sakna Árna ef hann fer og munum sakna Péturs"

Hafið þið boðið í Sævar Atla?

„Nei, það höfum við ekki gert. Við höfum ekki gert það enda þarf Sævar Atli að fá tíma til að koma sér inn í hlutina í Danmörku."

„Við ætlum ekki að vera mennirnir sem eru að reyna snúa honum í einhverjar áttir. Það tekur oft tíma til að koma sér inn í hlutina. Tímabilið í Danmörku var byrjað þegar hann kom, við vonum að hann festi sig í sessi þarna."

„Þetta er góð hugmynd reyndar, en það er ekki okkar að snúa mönnum svona skömmu eftir að þeir eru farnir út."

„Ég held það séu of margir sem séu að banka í axlirnar á mönnum og við þurfum líka að leyfa þessum gaurum sem eru úti, eins gaman og það er að hafa þá á Íslandi, að taka slaginn og rétta þeim ekki alltaf björgunarhringinn um leið."

„Ég veit að Sævar Atli mun gera það og mun vinna þann slag,"
sagði Óskar Hrafn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner