Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 20. júlí 2020 08:27
Innkastið
„Ætlar Brynjólfur að vinna í sjókvíeldi í Klakksvík?"
Brynjólfur með boltann í leiknum í gær.
Brynjólfur með boltann í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ósáttur með dómgæsluna hjá Ívari Orra Kristjánssyni í 2-1 tapi liðsins gegn Val í Pepsi Max-deildinni í gær.

„Brynjólfur Andersen var langbesti maðurinn á vellinum og það er kominn tími á að dómarastéttin fari að vernda hann. Það er dæmt í hvert skipti sem hann snertir mann en hann fær ekkert hjá einum né neinum. Með þessu áframhaldi gerum við lítið annað en að hrekja besta leikmanninn í deildinni úr landi," sagði Óskar ósáttur í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leik.

Rætt var um hinn 19 ára gamla Brynjólf í Innkastinu í gær en hann stóð í ströngu í leiknum. Brynjólfur var lengi á gulu spjaldi og hefði sjálfur getað fengið annað gult spjald í leiknum. Þá brutu Valsmenn einnig ítrekað á honum en ummæli Óskars voru rædd í Innkastinu.

„Er hann á leið í Norrænu til Færeyja? Hvert er hann að fara? Þetta tengdist ekki því hvort hann sé góður eða ekki. Drengur með hans gæði fer í atvinnumennsku á endanum. Brynjólfur Andersen mun spila sem atvinnumaður í fótbolta, það er pottþétt. Hann er það góður. Það er enginn að hrekja hann úr landi. Ætlar hann að hætta í fótbolta og fara að vinna í sjókvíeldi í Klakksvík?" sagði Tómas Þór Þórðarson.

„Ég er mjög hrifinn af honum sem leikmanni og hann hefur möguleika á að verða frábær leikmaður. Hann er hins vegar ekki kominn jafn langt og talað er um. Hann getur orðið mjög góður leikmaður og farið erlendis en hann er ekki þar núna. Hann þarf að taka út ákveðið þroskastig sem leikmaður til að vera dómínerandi. Hann getur sólað sama manninn þrisvar sinnum en getur hann hjálpað Blikum að vinna jafna leiki eins og þessa? Mér finnst það ekki," sagði Ingólfur Sigurðsson.

Hér að neðan má hlusta á Innkastið.
Innkastið - Brynjólfur til Færeyja og KR best á Íslandi
Athugasemdir
banner
banner
banner