Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 21. júní 2019 18:30
Elvar Geir Magnússon
Luis Muriel til Atalanta (Staðfest)
Luis Muriel.
Luis Muriel.
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Atalanta hefur keypt kólumbíska sóknarmanninn Luis Muriel frá Sevilla á 18 milljónir evra.

Muriel, sem er 28 ára, hefur gert fjögurra ára samning og verður í treyju númer 9.

Muriel var seinni hluta síðasta tímabils hjá Fiorentina á láni og skoraði sex mörk í 19 leikjum.

Áður hefur hann spilað fyrir Lecce, Udinese og Sampdoria á Ítalíu.

Sevilla keypti Muriel á metfé sumarið 2017 en hann náði sér ekki á strik í spænska boltanum og skoraði aðeins 13 mörk í 65 leikjum.

Atalanta náði frábærum árangri í ítölsku A-deildinni á liðnu tímabili og verður í Meistaradeildinni næsta vetur.
Athugasemdir
banner