Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   lau 21. júní 2025 17:31
Brynjar Ingi Erluson
2. deild: Ægir skoraði sex - Mikill hiti á Vogaídýfuvellinum
Jordan Adeyemo er kominn með 11 mörk í deildinni
Jordan Adeyemo er kominn með 11 mörk í deildinni
Mynd: Ægir
Haukar unnu baráttusigur á botnliðinu
Haukar unnu baráttusigur á botnliðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Þróttur V vann í hitaleik
Þróttur V vann í hitaleik
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Þróttur V. er áfram á toppnum í 2. deild karla eftir dramatískan 2-1 sigur á Kormáki/Hvöt á Vogaídýfuvellinum í dag. Ægismenn unnu þá 6-1 stórsigur á Kára þar sem markahæsti maður deildarinnar, Jordan Adeyemo, skoraði tvö.

Þróttur V. 2 - 1 Kormákur/Hvöt
1-0 Rúnar Ingi Eysteinsson ('44 )
1-1 Juan Carlos Dominguez Requena ('88 )
2-1 Birgir Halldórsson ('90 )
Rautt spjald: ,Matthías Ragnarsson , Þróttur V. ('84)Abdelhadi Khalok El Bouzarrari, Kormákur/Hvöt ('91)

Þróttur V. vann dramatískan 2-1 sigur á Kormáki/Hvöt á Vogaídýfuvellinum.

Rúnar Ingi Eysteinsson, einn heitasti leikmaður deildarinnar, kom Vogamönnum yfir á 44. mínútu með skoti úr miðjum teignum eftir fyrirgjöf frá vinstri.

Mikil dramatík átti sér stað undir lok leiks. Matthías Ragnarsson, aðstoðarþjálfari Vogamanna, sá rautt á 84. mínútu, og þá jöfnuðu gestirnir eftir mikinn atgang í teig Vogamanna.

Seint í uppbótartíma skoraði Birgir Halldórsson hádramatískt sigurmark fyrir heimamenn og í kjölfarið var Abdelhadi
Khalok El Bouzarrari, leikmaður Kormáks/Hvatar, rekinn af velli fyrir viðskipti sín við leikmann heimamanna í fögnuðinum.

Greinilega alvöru hiti í leiknum. Vogamenn eru í efsta sæti með 21 stig en Kormákur/Hvöt með 12 stig í 6. sæti.

Þróttur V. Jökull Blængsson (m), Ólafur Örn Eyjólfsson (90'), Auðun Gauti Auðunsson, Hilmar Starri Hilmarsson, Jón Veigar Kristjánsson, Guðni Sigþórsson, Jóhannes Karl Bárðarson, Eyþór Orri Ómarsson (78'), Ásgeir Marteinsson (66'), Rúnar Ingi Eysteinsson, Kostiantyn Pikul
Varamenn Hreinn Ingi Örnólfsson, Anton Breki Óskarsson, Sigurður Agnar Br. Arnþórsson (90'), Almar Máni Þórisson, Jón Kristinn Ingason (78'), Birgir Halldórsson (66'), Rökkvi Rafn Agnesarson (m)

Kormákur/Hvöt Simon Zupancic (m), Sigurður Pétur Stefánsson, Sergio Francisco Oulu (87'), Acai Nauset Elvira Rodriguez, Kristinn Bjarni Andrason, Matheus Bettio Gotler, Jón Gísli Stefánsson, Goran Potkozarac, Abdelhadi Khalok El Bouzarrari, Juan Carlos Dominguez Requena, Jaheem Burke (90')
Varamenn Papa Diounkou Tecagne (90), Eyjólfur Örn Þorgilsson, Haukur Ingi Ólafsson, Marko Zivkovic (87), Stefán Freyr Jónsson

Víkingur Ó. 2 - 2 Grótta
0-1 Valdimar Daði Sævarsson ('21 )
0-2 Björgvin Brimi Andrésson ('50 )
1-2 Luis Alberto Diez Ocerin ('63 )
2-2 Kwame Quee ('74 )
Rautt spjald: Brynjar Kristmundsson , Víkingur Ó. ('46)

Grótta fór illa að ráði sínu er liðið gerði 2-2 jafntefli við Víking Ó. á Ólafsvíkurvelli.

Valdimar Daði Sævarsson sá til þess að Grótta færi með 1-0 forystu inn í hálfleikinn og bætti Björgvin Brimi Andrésson við öðru snemma í þeim síðari.

Ólsarar komu til baka á síðasta hálftímanum með mörkum frá Luis Ocerin og Kwame Quee.

Grótta heldur 3. sætinu með 17 stig en Ólsarar eru áfram í 7. sæti með 11 stig.

Víkingur Ó. Jón Kristinn Elíasson (m), Ingvar Freyr Þorsteinsson, Gabriel Þór Þórðarson, Daði Kárason, Anel Crnac (60'), Luke Williams, Kristófer Áki Hlinason, Luis Romero Jorge (53'), Björn Darri Ásmundsson (60'), Luis Alberto Diez Ocerin, Kwame Quee (82')
Varamenn Reynir Már Jónsson, Haukur Smári Ragnarsson, Ingólfur Sigurðsson (60'), Björn Henry Kristjánsson (60'), Ellert Gauti Heiðarsson (82'), Asmer Begic (53'), Kristall Blær Barkarson (m)

Grótta Marvin Darri Steinarsson (m), Kristófer Melsted, Dagur Bjarkason, Valdimar Daði Sævarsson, Caden Robert McLagan, Björgvin Brimi Andrésson, Grímur Ingi Jakobsson, Axel Sigurðarson (82'), Marciano Aziz, Kristófer Dan Þórðarson (79'), Daníel Agnar Ásgeirsson (46')
Varamenn Patrik Orri Pétursson (46), Hrannar Ingi Magnússon, Björgvin Stefánsson (82), Viktor Orri Guðmundsson (79), Aron Bjarni Arnórsson, Benedikt Aron Albertsson, Alexander Arnarsson (m)

Ægir 6 - 1 Kári
1-0 Dimitrije Cokic ('9 )
2-0 Aron Fannar Hreinsson ('41 )
3-0 Aron Fannar Hreinsson ('54 )
4-0 Bjarki Rúnar Jónínuson ('59 )
4-1 Finnbogi Laxdal Aðalgeirsson ('80 )
5-1 Jordan Adeyemo ('87 )
6-1 Jordan Adeyemo ('89 )

Ægir rúllaði yfir Kára, 6-1, á Geosalmo-vellinum.

Aron Fannar Hreinsson og Jordan Adeyemo skoruðu báðir tvö mörk fyrir heimamenn, en Dimitrije Cokic og Bjarki Rúnar Jónínuson gerðu hin tvö mörkin. Finnbogi Laxdal Aðalgeirsson gerði eina mark Kára tíu mínútum fyrir leikslok.

Adeyemo, sem kom til Ægis fyrir tímabilið, hefur farið mikinn á tímabilinu, en hann er með 11 mörk í fyrstu níu leikjunum,

Ægir er á toppnum með 20 stig en Kári í 9. sæti með 9 stig.

Ægir Andri Þór Grétarsson (m), Stefan Dabetic, Aron Fannar Hreinsson (78'), Atli Rafn Guðbjartsson (78'), Jordan Adeyemo, Dimitrije Cokic (58'), Sigurður Óli Guðjónsson, Einar Breki Sverrisson, Ivan Rodrigo Moran Blanco, Benedikt Darri Gunnarsson (66'), Bjarki Rúnar Jónínuson (66')
Varamenn Ísak Aron Ómarsson (66'), Anton Breki Viktorsson (78'), Jón Jökull Þráinsson (78'), Bilal Kamal (66'), Aron Daníel Arnalds (58'), Aron Óskar Þorleifsson (m)

Kári Kristján Hjörvar Sigurkarlsson (m), Sigurjón Logi Bergþórsson (69'), Tómas Týr Tómasson (56'), Gísli Fannar Ottesen, Birkir Hrafn Samúelsson, Máni Berg Ellertsson (69'), Sveinn Svavar Hallgrímsson (81'), Oskar Wasilewski, Finnbogi Laxdal Aðalgeirsson, Matthías Daði Gunnarsson (56'), Börkur Bernharð Sigmundsson
Varamenn Benjamín Mehic (56), Sigurður Hrannar Þorsteinsson (56), Hektor Bergmann Garðarsson (69), Marteinn Theodórsson (69), Kristian Mar Marenarson (81), Þór Llorens Þórðarson, Kasper Úlfarsson (m)

Haukar 3 - 2 Höttur/Huginn
0-1 Bjarki Fannar Helgason
1-1 Alexander Aron Tómasson
1-2 Markaskorara vantar
2-2 Genis Caballe
3-2 Alexander Aron Tómasson

Haukar unnu 3-2 sigur á Hetti/Hugin á BIRTU-vellinum.

Bjarki Fannar Helgason kom gestunum yfir með skoti af stuttu færi eftir að varnarmaður Hauka tapaði boltanum rétt fyrir utan teig og gat Höttur tvöfaldað forystuna er liðið fékk vítaspyrnu en Þorsteinn Ómar Ágústsson giskaði á rétt og horn og varði.

Alexander Aron Tómasson jafnaði metin fyrir Hauka er hann fékk háan bolta inn fyrir og lagði boltann snyrtilega í fjærhornið, en aftur komst Höttur/Huginn yfir með marki af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá hægri.

Haukar komust aftur inn í leikinn. Genis Caballe setti boltann efst upp í þaknetið áður en Alexander Aron gerði sigurmarkið fyrir Haukamenn og þar við sat.

Þeir fara upp í 4. sætið með 17 stig en Höttur/Huginn með 5 stig á botninum.

Haukar Þorsteinn Ómar Ágústsson (m), Eiríkur Örn Beck, Fannar Óli Friðleifsson, Máni Mar Steinbjörnsson, Ísak Jónsson, Daði Snær Ingason, Andri Steinn Ingvarsson, Óliver Steinar Guðmundsson, Alexander Aron Tómasson, Daníel Smári Sigurðsson, Guðjón Pétur Lýðsson
Varamenn Ævar Daði Segatta, Kostiantyn Iaroshenko, Tómas Atli Björgvinsson, Birkir Brynjarsson, Hallur Húni Þorsteinsson, Óliver Þorkelsson, Heiðar Máni Hermannsson (m)

Höttur/Huginn Gerard Tomas Iborra (m), André Musa Solórzano Abed, Eyþór Magnússon, Genis Arrastraria Caballe, Danilo Milenkovic, Þórhallur Ási Aðalsteinsson, Bjarki Fannar Helgason, Kristófer Páll Viðarsson, Sæþór Ívan Viðarsson, Kristján Jakob Ásgrímsson, Árni Veigar Árnason
Varamenn Sæbjörn Guðlaugsson, Þór Albertsson, Bjarki Nóel Brynjarsson, Stefán Ómar Magnússon, Ívar Logi Jóhannsson, Kristófer Máni Sigurðsson, Björgvin Stefán Pétursson
2. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Ægir 11 8 2 1 29 - 12 +17 26
2.    Þróttur V. 11 7 2 2 17 - 9 +8 23
3.    Haukar 12 7 2 3 23 - 17 +6 23
4.    Grótta 11 5 5 1 19 - 12 +7 20
5.    Dalvík/Reynir 11 6 1 4 17 - 11 +6 19
6.    KFA 11 4 2 5 27 - 22 +5 14
7.    Víkingur Ó. 11 3 4 4 19 - 17 +2 13
8.    KFG 11 4 1 6 18 - 23 -5 13
9.    Kormákur/Hvöt 11 4 0 7 11 - 21 -10 12
10.    Höttur/Huginn 11 2 3 6 14 - 26 -12 9
11.    Kári 11 3 0 8 13 - 28 -15 9
12.    Víðir 12 2 2 8 12 - 21 -9 8
Athugasemdir
banner