Bein útsending á Instagram
Grótta varð fyrsta liðið til að komast í 8-liða úrslit Fótbolti.net bikarsins, bikarkeppni neðri deilda, með sigri gegn KFS í gær. Í kvöld fara hinir leikirnir í 16-liða úrslitum fram.
Dregið verður í 8-liða úrslitin á Laugardalsvelli á morgun, hægt verður að horfa á dráttinn í beinni hjá Fótbolti.net á Instagram. Þá kemur niðurstaðan að sjálfsögðu beint inn á síðuna.
Dregið verður í 8-liða úrslitin á Laugardalsvelli á morgun, hægt verður að horfa á dráttinn í beinni hjá Fótbolti.net á Instagram. Þá kemur niðurstaðan að sjálfsögðu beint inn á síðuna.
Lestu um leikinn: Grótta 3 - 0 KFS
Þetta er þriðja tímabilið sem þessi skemmtilega keppni, yngsta og sprækasta bikarkeppni landsins, fer fram. Víðir í Garði varð fyrst félaga til að lyfta bikarnum á Laugardalsvelli og í fyrra var það Selfoss sem fagnaði sigri gegn KFA í úrslitaleik.
8-liða úrslitin verða spiluð þriðjudaginn 5. ágúst, undanúrslitin 20. september og úrslitaleikurinn verður á hybrid grasi Laugardalsvallar föstudagskvöldið 26. september.
Leikir kvöldsins
18:00 KFA-Kári (SÚN-völlurinn)
19:15 Álftanes-Ýmir (HTH völlurrinn)
19:15 Árbær-Kormákur/Hvöt (Domusnovavöllurinn)
19:15 KFG-Ægir (Samsungvöllurinn)
19:15 Víkingur Ó.-Reynir S. (Ólafsvíkurvöllur)
19:15 Tindastóll-Þróttur V. (Sauðárkróksvöllur)
20:00 KV-Höttur/Huginn (KR-völlur)
Athugasemdir