Liverpool leitar að sóknarmanni og blandar sér í baráttuna um Ekitike - Newcastle segir Isak ekki til sölu
   mið 16. júlí 2025 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Endar Ashley Young ferilinn „heima"?
Mynd: EPA
Watford er að kanna möguleikann á því að fá fyrrum landsliðsmanninn Ashley Young aftur í sínar raðir.

Young, sem varð fertugur í síðustu viku, er án félags eftir að samningurinn við Everton rann út og er sagður tilbúinn að enda ferilinn á þeim stað sem hann hóf hann. Young var hjá Watford á árunum 1995-2007.

Hann er þó þekktastur fyrir tíma sinn hjá Manchester United þar sem hann var frá 2011-20.

Það er sagt undir Paulo Pezzolano, stjóra Watford, komið hvort að Watford reyni við Young en hann er enn í toppstandi. Watford er í ensku B-deildinni, Championship.
Athugasemdir
banner