„Mér fannst Skaginn ekki eiga skilið nokkurn skapaðan hlut úr þessum leik," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, eftir 1-0 tapið gegn ÍA á dögunum.
„Þeir eru hérna á heimavelli, leggjast í lágvörn og bomba fram. Því miður erum við á þeim stað að það virðist duga liðum."
„Þeir eru hérna á heimavelli, leggjast í lágvörn og bomba fram. Því miður erum við á þeim stað að það virðist duga liðum."
KR hefur spilað gríðarlega áhættusækinn fótbolta í sumar og er ekki hægt að segja að það hafi gengið mjög vel upp hingað til. Liðið er einu stigi frá fallsæti með 16 stig eftir 15 leiki. KR hefur skorað 35 mörk og fengið á sig 37.
Óskar hefur áður í sumar skotið á lið fyrir að leggjast niður gegn KR, gerði hann það til að mynda gegn Val og svo aftur gegn ÍA. Hann er hins vegar spenntur fyrir næsta leik gegn Breiðabliki.
„Það verður held ég frábær leikur," sagði Óskar.
„Þá munum við í fyrsta skipti síðan við spiluðum við Breiðablik síðast mæta liði sem þorir að stíga upp á okkur og spila með okkur fótbolta."
Athugasemdir