Ipswich hefur hafnað 35 milljóna punda tilboði frá Brentford í vængmanninn Omari Hutchinson.
Keith Andrew, nýr stjóri Brentford, vill ólmur fá þennan 21 árs leikmann en félagið er ekki tilbúið að ganga að þeim verðmiða sem Ipswich hefur sett á hann.
Keith Andrew, nýr stjóri Brentford, vill ólmur fá þennan 21 árs leikmann en félagið er ekki tilbúið að ganga að þeim verðmiða sem Ipswich hefur sett á hann.
Hutchinson gæti fyllt í skarð Bryen Mbeumo ef hann verður seldur til Manchester United en þau mál eru öll í óvissu enn eins og fjallað hefur verið um.
Hutchinson kom til Ipswich frá Chelsea fyrir 20 milljónir punda síðasta sumar. Hann skoraði þrjú mörk í 31 deildarleik síðasta tímabil en gat ekki hjálpað Ipswich að forðast fall í Championship-deildina.
Hann hjálpaði enska U21 landsliðinu að vinna EM í síðasta mánuði og skoraði gegn Þýskalandi í úrslitaleiknum.
Ipswich hefur þegar selt sóknarmanninn Liam Delap til Chelsea fyrir 30 milljónir punda.
Brentford hefur í sumar fengið Jordan Henderson, Caoimhin, Antoni Milambo og Michael Kayode en sá síðastnefndi var á láni hjá félaginu á síðasta tímabili.
Athugasemdir