Liverpool leitar að sóknarmanni og blandar sér í baráttuna um Ekitike - Newcastle segir Isak ekki til sölu
   mið 16. júlí 2025 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Petrovic keyptur frá Chelsea (Staðfest)
25 ára og á að baki sjö A-landsleiki fyrir Serbíu.
25 ára og á að baki sjö A-landsleiki fyrir Serbíu.
Mynd: EPA
Bournemouth hefur gengið frá kaupum á serbneksa markmanninum Djordje Petrovic frá Chelsea.

Kaupverðið er 25 milljóinir punda sem er 11 milljónum punda meira en Chelsea greiddi fyrir hann þegar hann kom frá New England Revolution fyrir tveimur árum.

Annað árið í röð fær Bournemouth markmann frá Chelsea því á síðasta tímabili var Kepa Arrizabalaga í marki Bournemouth, á láni frá Chelsea. Arsenal keypti svo Kepa á dögunum.

Petrovic gekkst undir læknisskoðun í fyrradag og skrifar undir fimm ára samning við Bournemouth.

Hann var aðalmarkmaður Chelsea seinni hluta tímabilsins 2023/24 en var á láni hjá Strasbourg á síðasta tímabili.

Athugasemdir
banner