Liverpool leitar að sóknarmanni og blandar sér í baráttuna um Ekitike - Newcastle segir Isak ekki til sölu
   mið 16. júlí 2025 15:18
Elvar Geir Magnússon
28 spyrnu vítakeppni í forkeppni Meistaradeildarinnar
Hamrun Spartans komst áfram.
Hamrun Spartans komst áfram.
Mynd: EPA
Maltnesku meistararnir í Hamrun Spartans komust í aðra umferð forkeppni Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn í gær. En liðið gerði það með því að vinna litáísku meistarana í Zalgiris eftir 28 spyrnu vítakeppni.

Zalgiris vann fyrri leikinn 2-0 en Spartans svaraði með því að vinna 2-0 á heimavelli. Ekkert var skorað í framlengingu og réðust úrslitin ekki fyrr en í bráðabana í vítakeppni.

Markverðir beggja liða skoruðu í vítakeppninni en Spartans vann á endanum 11-10 sigur. Henry Bonello, fyrirliði og markvörður Spartans, var hetjan í vítakeppninni.

Spartans á erfitt verkefni fyrir höndum í næstu umferð, gegn úkraínsku meisturunum í Dynamo Kiev.

Þess má geta að heimsmetið í fjölda víta í vítakeppni er frá maí 2024. Samtals þurfti 56 vítaspyrnur til að skera úr um sigurvegara í umspilsleik í Ísrael milli SC Dimona and Shimshon Tel Aviv.
Athugasemdir
banner