Gary Neville gæti fljótlega fengið aðra ástæðu til að hata Liverpool, en svoleiðis orðar talkSPORT tíðindi af líklegum félagaskiptum efnilegasta leikmanns Salford City til Liverpool. Ætla má að það sé ekki full alvara með því orðalagi.
Will Wright er 17 ára framherji sem Liverpool og Manchester CIty hafa verið að skoða. Hann er talinn kosta rúmlega 200 þúsund pund þegar árangurstengdar greiðslur eru reiknaðar með. Arsenal er einnig sagt hafa áhuga á Wright.
Will Wright er 17 ára framherji sem Liverpool og Manchester CIty hafa verið að skoða. Hann er talinn kosta rúmlega 200 þúsund pund þegar árangurstengdar greiðslur eru reiknaðar með. Arsenal er einnig sagt hafa áhuga á Wright.
Neville er einn af eigendum Salford City og lék allan sinn feril með Manchester United, en United og Liverpool eru erkifjendur.
Neville sagði á sínum tíma að það að velja á milli Liverpool og Manchester City væri eins og að þurfa að velja á milli tveggja manna, hvor þeirra myndi næla í eiginkonu sína. Salford endaði í 8. sæti ensku D-deildarinnar í vetur, fjórðu efstu deildar.
Athugasemdir