Liverpool leitar að sóknarmanni og blandar sér í baráttuna um Ekitike - Newcastle segir Isak ekki til sölu
   mið 16. júlí 2025 13:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool hefur samband við Frankfurt
Hugo Ekitike.
Hugo Ekitike.
Mynd: EPA
Liverpool hefur sett sig í samband við Eintracht Frankfurt í Þýskalandi út af sóknarmanninum Hugo Ekitike.

Þetta herma heimildir The Athletic en sami miðill fjallaði um áhuga Liverpool á Alexander Isak, sóknarmanni Newcastle, í gær.

Newcastle hefur verið að reyna að kaupa Ekitike en tilboði félagsins upp á 75 milljónir evra var hafnað.

Talið er að Liverpool sé tilbúið að borga 120 milljónir punda fyrir Isak en Newcastle vill ekki selja hann. Ef Liverpool tekst ekki að fá Isak, þá er Ekitike næstur á listanum.

Ekitike skoraði 22 mörk og lagði upp tólf í öllum keppnum fyrir Frankfurt á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner