Árni Marinó Einarsson, markvörður ÍA, hefur verið að stíga upp eftir þjálfarabreytingar hjá liðinu.
Hann átti virkilega góðan leik í 1-0 sigrinum gegn KR á dögunum og var honum hrósað í Innkastinu.
Hann átti virkilega góðan leik í 1-0 sigrinum gegn KR á dögunum og var honum hrósað í Innkastinu.
„Árni Marinó er búinn að vera góður undanfarið. Hann byrjaði þetta mót hræðilega. Hann var frábær í þessum leik fannst mér," sagði Valur Gunnarsson í Innkastinu.
„Hvað hann er öruggur út í teiginn og hugrakkur í 50/50 bolta, það var það sem kláraði þennan leik fyrir ÍA. Það var tvisvar, þrisvar í lokin þar sem KR-ingar voru að gera sig líklega og Árni fer hugrakkur út og bombar honum í burtu. Alveg í lokin tekur hann krefjandi bolta út í teig."
„Það er allt annað að sjá Árna eftir þessar þjálfarabreytingar sem er skrítið að segja með markmann," sagði Valur.
Sagt var frá því í Innkastinu að erlendur markvörður hefði verið að æfa með ÍA.
„Það segir manni það að þeir hafa hugsað að þeir þyrftu mögulega að sækja markvörð. Það setur Árna Marinó kannski meira upp á tærnar," sagði Elvar Geir Magnússon í Innkastinu.
„Árni Marinó var frábær á síðasta ári."
Athugasemdir