Liverpool leitar að sóknarmanni og blandar sér í baráttuna um Ekitike - Newcastle segir Isak ekki til sölu
   mið 16. júlí 2025 16:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fulham sendir Arsenal fyrirspurn
Mynd: EPA
Fulham hefur sett sig í samband við Arsenal um að fá Reiss Nelson aftur í sínar raðir. Nelson var á láni hjá Fulham á síðasta tímabili.

Hverngi skiptin yrðu uppsett er ekki komið á hreint en það yrði líklegast lán. BBC segir að allir aðilar vinni að því að finna lausn sem henti fyrir alla.

Arsenal er á leið í æfingaferð á laugardag, Nelson má fara frá félaginu, og líklegast best ef hægt er að græja skiptin fyrir þann tíma.

Nelson, sem er 25 ára enskur vængmaður, kom við sögu í 13 leikjum hjá Fulham á síðasta tímabili en meiðsli komu í veg fyrir fleiri leiki.
Athugasemdir
banner