Liverpool leitar að sóknarmanni og blandar sér í baráttuna um Ekitike - Newcastle segir Isak ekki til sölu
   mið 16. júlí 2025 12:53
Elvar Geir Magnússon
Man Utd íhugar stöðuna eftir að verðið á Mbeumo hækkaði
Mynd: EPA
Það þokast mjög hægt áfram hjá Manchester United að vinna í að kaupa sóknarmanninn Bryan Mbeumo frá Brentford.

Guardian greinir frá því að Brentford hafi hækkað verðmiðann á Mbeumo sem sé nú kominn upp í um 70 milljónir punda. Sir Jim Ratcliffe vill ekki fara yfir 65 milljónir.

Ratcliffe og Jason Wilcox, yfirmaður fótboltamála, ætla að sýna þolinmæði og ætla ekki að láta veiða sig í að borga meira fyrir Mbeumo og hlutirnir eru að þróast mjög hægt. Þetta er nánast eins og störukeppni.

Samningur Mbeumo rennur út eftir ár en Brentford er með ákvæði um að geta framlengt honum um ár til viðbótar og telur stöðu sína í viðræðunum sterka.

Það eru rúmar fjórar vikur í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar, þar sem Arsenal fer í heimsókn á Old Trafford.
Athugasemdir
banner
banner