Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   lau 22. maí 2021 19:04
Stefán Marteinn Ólafsson
Rúnar: Þetta var leikur sem að við nánast þurftum að vinna
Rúnar Kristinsson þjálfari KR.
Rúnar Kristinsson þjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR gerðu góða ferð í Kaplaklika þegar þeir heimsóttu FH í lokaleik 5.umferðar Pepsi Max deildar karla í dag.

KR hafði fyrir leikinn ekki tapað á útivelli síðan 2019 og átti það ekki eftir að breytast í dag en þeir sigruðu FH 0-2 með mörkum frá Ægir Jarl Jónassyni og Pálma Rafn Pálmasyni.

„Gríðarleg ánægja og smávegis léttir því að þetta var leikur sem að við nánast þurftum að vinna og frammistaða liðsins var gríðarlega góð." Sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir leikinn í dag.

Lestu um leikinn: FH 0 -  2 KR

Rúnar Kristinsson var virkilega ánægður með sigurinn og ekki síst að ná að halda hreinu.
„Já það er ofboðslega mikilvægt og það er gott fyrir sjálfstraust liðsins, varnarmannana sem byrjuðu í dag og við þurftum að gera breytingar útaf meiðslum og örðu slíku og það er bara góðs viti að þeir sem komu inn geta staðið vaktina vel á móti svona góðu liði."


„Maður var nátturlega aldrei rólegur en varnarleikur liðsins í heildinni og samvinna leikmanna í að hlaupa og loka svæðum og reyna að loka á þeirra hættulegustu menn. Þeir eru með frábæran senter í Matthíasi Vilhjálmssyni og í kringum hann með Jónatan og Ágúst og með Lennon, þetta eru frábærir leikmenn fram á við." Sagði Rúnar aðspurður um hvað það hafi verið sem hafi klárað leikinn fyrir KR.

Landsliðshópurinn var tilkynntur í gær og mátti þar finna sjö leikmenn úr Pepsi Max deildinni en enginn þeirra kemur úr herbúðum KR.
„Ég er ekki búin að skoða þennan hóp og hef engar áhyggjur af honum. Ég ætla ekki að hafa neina skoðun á landsliðshópnum.

Nánar er rætt við Rúnar Kristinsson þjálfara KR í spilaranum hér fyrir ofan.

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner