Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
banner
   fös 24. apríl 2020 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ajax ekki meistari en Van der Sar skilur ákvörðunina
Van der Sar, framkvæmdastjóri Ajax, ræðir hér við fyrrum liðsfélaga sinn hjá Manchester United, Rio Ferdinand.
Van der Sar, framkvæmdastjóri Ajax, ræðir hér við fyrrum liðsfélaga sinn hjá Manchester United, Rio Ferdinand.
Mynd: Getty Images
Það eru skiptar skoðanir á ákvörðun hollenska knattspyrnusambandsins að hætta keppni að sökum kórónuveirufaraldursins.

Knattspyrnusambandið segir að ekkert lið muni vinna hollensku úrvalsdeildina, engin lið munu falla og engin lið munu komast upp. Ajax og AZ Alkmaar voru jöfn á toppi hollensku úrvalsdeildarinnar, en hvorugt liðið verður meistari. Ajax var fyrir ofan á markatölu.

Fyrrum markvörðurinn Edwin van der Sar, sem starfar í dag sem framkvæmdastjóri Ajax, skilur ákvörðunina.

„Sem leikmaður þá viltu verða meistari og þú vilt verða meistari á vellinum," sagði Van der Sar við Youtube-síðu Ajax. „Við höfum verið á toppnum allt tímabilið og það er synd að það skuli ekkert lið verða meistari, en miðað við kringumstæðurnar er ákvörðunin skiljanleg."

„Það eru mikilvægari mál núna en fótbolti, en sem leikmaður þá ertu alltaf með metnað til að verða meistari.

Talið er að nokkur félög í Hollandi íhugi nú að leita réttar síns.

Sjá einnig:
„Mesta skömm í sögu hollenska boltans"
Athugasemdir
banner
banner
banner