Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
banner
   mán 24. maí 2021 21:45
Matthías Freyr Matthíasson
Toddi um hvort Stjarnan þurfi sóknarmann: Nægur tími í vetur til að gera hlutina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorvaldur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar var að vonum svekktur eftir tap á móti KA í 6. umferð Pepsí deildar karla í kvöld.

„Ég met leikinn þannig að við vorum betri aðilinn, sterkari aðilinn í heildina, í 90 mínútur."

Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  1 KA

„Við fengum nóg af tækifærum til að skora en boltinn fór í menn og markmaður þeirra varði og nýttum ekki færin í þeim stöðum sem við fengum. Fáum á okkur eitt mark og ef þú skorar ekki mörk að þá vinnuru aldrei leiki."

„Í heildina vorum við að spila vel á köflum og vorum að skapa okkur góðar stöður og sköpuðum okkur góð færi til að klára þennan leik en það er lítið að detta með okkur þessa dagana og það var eins í dag."


„Það segir sig sjálft að hvaða lið sem vinnur ekki fótboltaleiki, það leggst á þá. Við vorum betra liðið í dag og vorum að fá nógu mikið af færum en við erum ekki að skora.

Aðspurður hvort að Stjarnan þurfi að bæta við sóknarmanni í sumar svaraði Toddi

„Ég er ekkert farinn að velta því fyrir mér. Það er langt í gluggann og og það var nógu langur gluggi í allan vetur til að gera hlutina, alveg frá síðastliðinu hausti og næsti gluggi kemur ekki strax."

Nánar er rætt við Todda í sjónvarpinu hér að ofan. Beðist er velvirðingar á því hversu mikið myndavélin hristist.
Athugasemdir
banner