Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 24. september 2018 22:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Stjörnurnar kusu misjafnt - Messi kaus Ronaldo
Modric og Ronaldo kusu hvorn annan.
Modric og Ronaldo kusu hvorn annan.
Mynd: Getty Images
Luka Modric var í kvöld valinn besti leikmaður ársins af FIFA en knattspyrnusambandið hefur gefið út hvernig stjörnurnar kusu í ár.

Það eru fyrirliðar sem og þjálfarar landsliða sem fá að kjósa í þessari atkvæðagreiðslu og því eru mörg stór nöfn sem fengu að velja besta mann heims í dag.

Meðal þeirra voru til dæmis Lionel Messi sem tók sig til og kaus Cristiano Ronaldo í ár en portúgalinn gerði ekki það sama og valdi frekar þá Varane, Modric og Griezmann.

Líkt og sjá má kaus Ronaldo tvo fyrrum liðsfélaga sína en það var einmitt Modric sem sigraði í kvöld og hlaut hann 29,05% atkvæða eða rétt tæplega 10% meira en Ronaldo sem lenti í öðru sæti.

Við skulum kíkja á það hvernig nokkrar stórstjörnur kusu í ár en líkt og sjá má kemur margt áhugavert í ljós.

Leo Messi : 1. Luka Modric 2. Kylian Mbappe 3. Cristiano Ronaldo

Cristiano Ronaldo: 1. Raphael Varane 2. Luka Modric 3. Antoine Griezmann

Harry Kane: 1. Cristiano Ronaldo 2. Leo Messi 3. Kevin De Bruyne

Luka Modric: 1. Raphael Varane 2. Cristiano Ronaldo 3. Antoine Griezmann

Gareth Southgate: 1. Luka Modric 2. Raphael Varane 3. Eden Hazard

Eden Hazard: 1. Luka Modric 2. Raphael Varane 3. Kylian Mbappe

Hugo Lloris: 1. Raphael Varane 2. Antoine Griezmann 3. Kylian Mbappe

Didier Deschamps: 1. Antoine Griezmann 2. Raphael Varane 3. Kylian Mbappe
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner