Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 25. ágúst 2021 20:57
Brynjar Ingi Erluson
Enski deildabikarinn: Stórsigrar hjá Arsenal og Southampton - Aubameyang stal senunni
Pierre-Emerick Aubameyang skoraði þrjú og lagði upp eitt
Pierre-Emerick Aubameyang skoraði þrjú og lagði upp eitt
Mynd: Getty Images
Arsenal og Southampton unnu stórsigra í 2. umferð enska deildabikarsins í kvöld. Southampton gjörsigraði Newport County 8-0 á meðan Arsenal kjöldró WBA, 6-0. Pierre Emerick-Aubameyang skoraði þrjú og lagði upp eitt. Burnley vann þá Newcastle United eftir vítakeppni.

Það tók Aubameyang 17 mínútur að gera fyrsta mark leiksins. Bukayo Saka átti skot sem markvörður WBA varði út í teiginn, á Aubameyang sem skoraði.

Martin Ödegaard, sem var keyptur frá Real Madrid á dögunum, átti stangarskot nokkrum mínútum síðar en annað mark Arsenal kom ekki fyrr en undir lok fyrri hálfleiksins. Aubameyang var aftur réttur maður á réttum stað. Nicolas Pepe átti skot sem fór í stöngina, á Aubameyang sem klikkaði ekki úr auðveldu færi.

Pepe skoraði svo í næstu sókn eftir undirbúning frá Aubameyang og Arsenal með góða 3-0 forystu í hálfleik.

Saka bætti við fjórða markinu eftir sendingu frá Ödegaard áður en Aubameyang fullkomnaði þrennu sína. Frábær frammistaða frá honum.

Alexandre Lacazetta kom inná sem varamaður á 68. mínútu og skoraði aðeins mínútu síðar. Góður leikur hjá Arsenal og 6-0 sigur staðreynd. Mikel Arteta, stjóri Arsenal, getur andað aðeins léttar eftir töp í fyrstu tveimur leikjum deildarinnar.

Southampton skoraði átta mörk gegn Newport County. Mohamed Elyounoussi skoraði þrennu fyrir úrvalsdeildarliðið. Armando Broja, Nathan Tella og Kyle Walker-Peters gerðu öll mörk fyrri hálfleiksins en Southampton bætti svo við fimm mörkum í þeim síðari.

Elyounoussi skoraði tvö mörk á fyrstu sjö mínútunum áður en Broja gerði annað mark sitt. Nathan Redmond skoraði sjöunda markið áður en Elyounoussi gerði þrennuna í uppbótartíma.

Burnley vann þá Newcastle United eftir vítaspyrnukeppni. Staðan var markalaust eftir venjulegan leiktíma en Burnley hafði betur í vítakeppninni, 4-3.

Jóhann Berg Guðmundsson var hvíldur í dag og því ekki í leikmannahópi Burnley.

Úrslit og markaskorarar:

Newcastle 0 - 0 Burnley (3-4, Burnley áfram eftir vítakeppni)

Newport 0 - 8 Southampton
0-1 Armando Broja ('9 )
0-2 Nathan Tella ('25 )
0-3 Kyle Walker-Peters ('44 )
0-4 Mohamed Elyounoussi ('48 )
0-5 Mohamed Elyounoussi ('55 )
0-6 Armando Broja ('57 )
0-7 Nathan Redmond ('69 )
0-8 Mohamed Elyounoussi ('90 )

West Brom 0 - 6 Arsenal
0-1 Pierre Emerick Aubameyang ('17 )
0-2 Nicolas Pepe ('45 )
0-3 Pierre Emerick Aubameyang ('45 )
0-4 Bukayo Saka ('50 )
0-5 Pierre Emerick Aubameyang ('62 )
0-6 Alexandre Lacazette ('69 )
Athugasemdir
banner
banner
banner