Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   mið 25. ágúst 2021 21:12
Elvar Geir Magnússon
Eysteinn: Áberandi meiri neisti í mönnum núna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík sótti stig í Kaplakrika í kvöld og er nú fjórum stigum frá fallsæti þegar fjórar umferðir eru eftir. Eysteinn Húni Hauksson, þjálfari Keflavíkur, þurfti að láta marga leikmenn spila út úr stöðu þar sem lykilmenn í vörnina vantaði.

Lestu um leikinn: FH 0 -  0 Keflavík

„Þetta er mjög mikilvægt stig. Það er ekki mikið að kvarta yfir frammistöðunu. Við lögðumst til baka þegar líða fór á leikinn sem er eðlilegt. Það var mikil samstaða í liðinu," segir Eysteinn.

Keflavík tapaði fyrir FH 0-5 á laugardaginn.

„Við einsettum okkur að skilja þann leik eftir, fyrir utan að við ætluðum að læra af honum. Það var áberandi meiri neisti í mönnum núna og þeir að hjálpa hvor öðrum."

Nacho Heras tók út leikbann í kvöld en hann verður einnig í banni í mikilvægum leik gegn HK á sunnudaginn. Hann fékk tveggja leikja bann eftir rauða spjaldið gegn FH. Hvað fannst Eysteini um að hann hafi fengið tvo leiki í bann?

„Það kom mér á óvart. Eina sem ég hef heyrt er að það hafi eitthvað með höfuðið að gera. Fyrir stuttu sáum við olnbogaskot í maga og það var einn leikur í bann. Þeir sem sjá um þessi mál hljóta að vera að gera þetta af reynslu en þetta kom mér á óvart."
Athugasemdir
banner
banner
banner