Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 26. mars 2019 20:00
Arnar Daði Arnarsson
Kristján um landsliðið: Það þarf að fara hugsa næstu skref
Icelandair
Kristján Guðmundsson var gestur Miðjunnar.
Kristján Guðmundsson var gestur Miðjunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason var elsti leikmaður landsliðsins í leiknum gegn Frökkum.
Kári Árnason var elsti leikmaður landsliðsins í leiknum gegn Frökkum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Guðmundsson þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í Pepsi Max deildinni var gestur Miðjunnar ásamt Einari Erni Jónssyni.

Smelltu hér til að hlusta á landsliðsumræðuna í Miðjunni

Farið var yfir fyrstu tvo landsleiki Íslands í undakeppni EM 2020. Í þættinum talaði Kristján Guðmundsson um það að hann vildi fara sjá breytingar og yngja þurfi upp landsliðshópinn.

„Ég tel það rangt fyrir liðið að halda þessari kynslóð inni bara til að gefa þeim klapp á bakið. Það þarf einhver að taka ákvörðun um það hvernig á að endurnýja í liðinu. Við erum með leikmenn sem geta tekið við," sagði Kristján og talaði um að það væri greinilegt að andleg og líkamleg þreyta væri farin að hrjá leikmenn í landsliðinu.

„Annað hvort verða þeir að taka sig taki og fara hugsa á annan hátt eða það þarf að koma með innspýtingu af yngri leikmönnum til að peppa okkar lykilmenn upp."

„Líkamlegt ástand og hversu lítið þeir spila það fylgir því að eldast og þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða."

Kristján nefnir síðan þjóðir sem hafa farið þessa leið undanfarna mánuði. Til að mynda Tyrkland sem er með Íslandi í riðli.

„Ég er ekkert endilega að tala um kynslóðaskipti. Menn þurfa að fara hugsa næstu skref. Ef við horfum til dæmis á Tyrkland. Í leiknum í gær þá eru Tyrkirnir gríðarlega ferskir. Loksins eru þeir búnir að skipta út og núna eru komnir miklu yngri leikmenn inn í liðið. Þeir eru mun hraðari og það var allt annað að sjá tyrkneska liðið heldur en í síðustu tveimur undankeppnum. Ég bjóst við að Tyrkirnir myndu skipta út liðinu í síðustu undankeppni en þeir gerðu það ekki þá en þeir hafa gert þetta núna. Þjóðverjarnir gerðu þetta núna eftir Þjóðardeildina, Löw mætti bara í hús mafíunnar og stimplaði þrjá menn út. Það er kannski bara það sem við þurfum að gera. Það þýðir ekkert að vera gefa mönnum leiki núna. Englendingarnir eru líka að gera þetta, Hollendingarnir gerðu þetta. Þetta virðist vera leiðin núna. Það er að yngja upp og fá hraðari leikmenn inn sem gefa reynslu meiri leikmönnum smá innspýtingu."

„Það má svo að sjálfsögðu ekki líta framhjá því að við höfum öll þessi ár talað um það að við erum með örfáa topp leikmenn í liðinu. Þeir þurfa allir að vera spila og þeir þurfa allir að vera spila vel. Þessi grind er svolítið farin eins og í gær. Það vantaði framherjann sem stóð vaktina og skoraði og var markahæsti leikmaður sögunnar. Miðjan er farin að gefa eftir, miðverðirnir líka og svo er markvörðurinn kominn á bekkinn hjá sínu liði," sagði Kristján.

Smelltu hér til að hlusta á landsliðsumræðuna í Miðjunni
Athugasemdir
banner
banner
banner