Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 26. maí 2021 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Saga að Valur ætlaði að meina leikmönnum að spila gegn Mexíkó
Hannes Þór
Hannes Þór
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Már.
Birkir Már.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valsmenn hafa undanfarin ár oft átt tvo leikmenn í íslenska karlalandsliðinu. Þeir Birkir Már Sævarsson og Hannes Þór Halldórsson hafa verið fastamenn í hópnum.

Birkir Már er í hópnum fyrir komandi verkefni en Hannes er ekki og vakti það athygli.

Það heyrðust einhverjar sögur sem voru á þá leið að Valsmenn ætluðu að meina sínum leikmönnum að spila gegn Mexíkó en það er fyrsti leikurinn í komandi verkefni.

Sá leikur er ekki innan landsleikjaglugga og því var möguleiki fyrir félög að meina leikmönnum að taka þátt.

Srdjan Tufegdzic, Tufa - aðstoðarþjálfari Vals, var spurður út í þetta í viðtali eftir sigur Vals gegn Keflavík á mánudagskvöld.

Það stóð ekkert á ykkur að hleypa mönnum í þessa landsleiki sem framundan eru?

„Það er kannski ekki alveg mitt að svara. Stjórnin er að vinna vel með KSÍ í öllum svona samskiptum og ákvörðunum sem eru teknar. Eina sem við þjálfararnir erum að gera er að undirbúa liðið fyir næsta leik," sagði Tufa.
Tufa: Snýst um að safna stigum
Athugasemdir
banner
banner