Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 28. febrúar 2020 11:17
Elvar Geir Magnússon
Hannes búinn að jafna sig á bakmeiðslum
Icelandair
Hannes Þór Halldórsson.
Hannes Þór Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson landsliðsmarkvörður hefur mjög lítið leikið með Val á undirbúningsmótunum þar sem hann hefur verið að glíma við bakmeiðsli.

„Ég er búinn að jafna mig á þessum meiðslum. Ég meiddist í leik gegn Fjölni í Reykjavíkurmótinu og það hefur tekið smá tíma að jafna mig á því," segir Hannes.

„Ég kláraði fyrstu heilu æfinguna í gær og er klár í slaginn. Ég er til í þetta á móti ÍBV á morgun."

Valur tekur á móti ÍBV í Lengjubikarnum á Origo vellinum klukkan 14:00 á morgun.

Hannes er lykilmaður í íslenska landsliðinu eins og allir vita en 26. mars verður undanúrslitaleikur gegn Rúmeníu á Laugardalsvelli. Sigurliðið fer í úrslitaleik í Ungverjalandi eða Búlgaríu um sæti á EM alls staðar 2020.
Athugasemdir
banner
banner
banner