Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   sun 28. ágúst 2022 12:59
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spence fær ekki tækifæri gegn gömlu félögunum
Djed Spence
Djed Spence
Mynd: EPA

Djed Spence gekk til liðs við Tottenham frá Middlesbrough í sumar en þessi 22 ára gamli bakvörður er ekki tilbúinn fyrir úrvalsdeildina að mati Antonio Conte.


„Það var ljóst frá upphafi að hann er mjög efnilegur, hann er ungur og félagið vildi kaupa hann. Munurinn er ljós, að spila í Championship með Nottingham Forest og svo með Tottenham, hann þarf tíma til að aðlagast mörgum þáttum, líkamlegum og taktískum því hann er að vinna með nýjum þjálfara," sagði Conte en Spence var á láni hjá Forest á síðustu leiktíð.

 Conte hefur mikla trú á Spence.

„Ég sé mikinn vilja frá honum til að reyna minnka bilið til að vera klár. Það er mikilvægt fyrir ungan leikmann að vera þolinmóður. Ég er viss um að Djed eigi eftir að vera mikilvægur fyrir Tottenham í framtíðinni."

Tottenham mætir Nottingham Forest kl 15:30 í úrvalsdeildinni í dag.


Athugasemdir
banner
banner
banner