Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 28. september 2021 13:15
Innkastið
„Eitt versta þrot sem ég hef vitað um í íslenskum fótbolta"
Fylkismenn hröpuðu niður í Lengjudeildina.
Fylkismenn hröpuðu niður í Lengjudeildina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Hrafn Kjartansson er leikmaður sem önnur félög horfa löngunaraugum til.
Orri Hrafn Kjartansson er leikmaður sem önnur félög horfa löngunaraugum til.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkismenn steinlágu í Pepsi Max-deildinni í sumar, fengu aðeins sextán stig og féllu úr deildinni. Í lokaumferðinn töpuðu Árbæingar 6-0 fyrir Valsmönnum.

Eftir jákvætt tímabil í fyrra fór allt á hvolf hjá Fylki þetta árið eins og rætt var um í Innkastinu sem kom út í gær.

„Það var góður maður að benda mér á það að ellefu síðustu leikir Fylkis, það er einn sigur, eitt jafntefli og níu töp. Markatalan 3-33. Ég hef aldrei vitað annað eins þrot. Þetta er eitt það versta sem ég hef vitað um í íslenskum fótbolta," segir Tómas Þór Þórðarson.

Hann segir að mistök hafi verið gerð með því að hafa ekki fleiri reynda leikmenn innan hópsins.

„Þeir falla með skömm, það er ekki flókið. Það fór allt í skrúfuna hjá þeim. Þetta verkefni að vera með unga leikmenn fór alltof langt. Þeir gleymdu að vera með reynslu í kringum þá. Helgi Valur náði ekki að spila nægilega marga leiki, Guðmundur Steinn var vonbrigði og Raggi (Ragnar Sigurðsson) gat ekkert eftir að hann kom heim. Ungu strákarnir gátu ekki skorað né varist og það er bara uppskrift að eymd."

Þjálfararnir fóru út af sporinu
Atli Sveinn Þórarinsson og Ólafur Stígsson þjálfuðu liðið en voru látnir fara þegar þrjár umferðir voru eftir og staðan orðin kolsvört.

„Þjálfararnir fóru algjörlega út af sporinu og misstu tök á spilamennskunni. Þeir vissu ekki hvað þeir ættu að gera við þetta fótboltalið. Stjórnin þarf að líta í eigin barm líka, mennirnir sem stýra þessu geta ekki setið ábyrgðalausir," segir Tómas.

Í Innkastinu er talað um að Unnar Steinn Ingvarsson, Dagur Dan Þórhallsson og Orri Hrafn Kjartansson séu leikmenn sem önnur félög munu klárlega reyna að fá til sín eftir fall Fylkismanna.

„Ég er ekkert svo ótrúlega viss um að þeir fljúgi beint upp aftur," segir Tómas um það hvernig Fylkismenn verða í stakk búnir til að koma sér aftur í deild þeirra bestu.

Rúnar Páll Sigmundsson sem stýrði Fylki í lokaleikjunum skrifaði undir nýjan samning við Árbæinga og stýrir liðinu í Lengjudeildinni á næsta ári.
Innkastið - Lokahóf eftir magnað tímabil
Athugasemdir
banner
banner
banner