Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 28. október 2019 21:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rúrik sneri til baka hjá Sandhausen
Mynd: Getty Images
Oliver í leik með Breiðablik.
Oliver í leik með Breiðablik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sandhausen 0 - 0 Wehen

Rúrik Gíslason var mættur aftur í byrjunarlið Sandhausen eftir meiðsli þegar liðið fékk Wehen í heimsókn í 2. Bundesliga, næst efstu deild í Þýskalandi.

Rúrik lék fyrstu 73. mínútur í tíðindalitlum leik en aðeins tvö skot fóru á markrammana tvo í kvöld. Hápunktur kvöldsins var líklega rauða spjaldið sem Ivan Paurevic fékk að líta hjá Sandhausen um miðbik seinni hálfleiks.

Sandhausen situr í þrettánda sæti deildarinnar með 13 stig eftir 11 umferðir.

Osmanlispor 2 - 1 Akhisarspor

Theódór Elmar Bjarnason sat allan leikinn á varamannabekknum þegar Akhisarspor mistókst að komast í toppsæti 1. Lig í Tyrklandi, næstefstu deild Tyrklands.

Elmar var í leikbanni í síðustu umferð þegar liðið sigraði. Gengi Akhisarspor hefur verið gott í deildinni. Liðið er stigi á eftir toppliðum Umraniyespor og Hatayspor.

Brann 1 -1 Bodo/Glimt

Oliver Sigurjónsson var ekki í leikmannahópi Bodo/Glimt þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Brann í norsku Eliteserien. Oliver hefur ekki verið í hóp í átta leikjum í röð.

Bodo/Glimt er í 2. sæti, sex stigum á eftir Molde þegar fjórar umferðir eru eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner