Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 29. ágúst 2021 23:37
Hafliði Breiðfjörð
Viðar Örn og Gísli Eyjólfs kallaðir í landsliðið
Icelandair
Viðar Örn Kjartansson kemur inn í landsliðshópinn ásamt Gísla Eyjólfs.
Viðar Örn Kjartansson kemur inn í landsliðshópinn ásamt Gísla Eyjólfs.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu um að Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari hafi valið tvo leikmenn til að koma til liðs við landsliðshóp Íslands sem kemur fram á morgun.

Þetta eru þeir Viðar Örn Kjartansson hjá Valerenga í Noregi og Gísli Eyjólfsson leikmaður Breiðabliks. Þeir koma inn fyrir Kolbein Sigþórsson og Rúnar Már Sigurjónsson sem verða ekki með hópnum í kjölfar umræðu síðustu daga.

Ísland á þrjá leiki á vikutímabili í undankeppni HM 2022 framundan. Fyrst gegn Rúmeníu á fimmtudaginn, gegn Norður Makedóníu á sunnudaginn og Þýskalandi á miðvikudaginn í næstu viku.

„Rúnar Már dró sig úr hópnum um helgina vegna meiðsla og persónulegra ástæðna og Kolbeinn verður ekki með skv. ákvörðun stjórnar KSÍ. Inn í hópinn koma þeir Viðar Örn Kjartansson og Gísli Eyjólfsson," segir á heimasíðu KSÍ.

„Viðar Örn hefur skorað 4 mörk í 28 A-landsleikjum og lék síðast með liðinu í nóvember 2020. Gísli lék sína fyrstu tvo A-landsleiki fyrr á þessu ári, vináttuleiki gegn Mexíkó og Póllandi."


Athugasemdir
banner
banner