Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
banner
   mán 29. ágúst 2022 09:45
Elvar Geir Magnússon
Aubameyang ógnað af vopnuðum innbrotsþjófum
Mynd: EPA
El Pais greinir frá því að Pierre-Emerick Aubameyang hafi orðið fórnarlamb vopnaðra innbrotsþjófa á heimili sínu í nótt.

Fjórir menn klifruðu inn í garðinn við heimili hans og ógnuðu honum með skoptvopnum og járnstöngum.

Þjófarnir hræddu hann og eiginkonu hans þar til þau opnuðu öryggisskáp og tóku þjófarnir verðmæta skartgripi. Þeir flúðu síðan vettvang í Audi A3 bifreið.

Aubameyang fór til Barcelona síðasta vetur en framtíð hans hjá félaginu er í óvissu.

Chelsea vill fá hann í sínar raðir og í slúðurpakkanum í morgun er einnig talað um áhuga Manchester United.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner