Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mán 29. ágúst 2022 09:15
Elvar Geir Magnússon
Chelsea og Arsenal horfa til Zaha - Ronaldo reynir að komast til Chelsea
Powerade
Chelsea og Arsenal horfa til Zaha.
Chelsea og Arsenal horfa til Zaha.
Mynd: Getty Images
Aubameyang aftur í enska boltann?
Aubameyang aftur í enska boltann?
Mynd: Getty Images
Harry Winks.
Harry Winks.
Mynd: EPA
Félagaskiptaglugganum verður lokað á fimmtudagskvöld og spennan magnast. Zaha, Aubameyang, Ronaldo, Ziyech, Gordon, Broja, Gallagher, De Jong og fleri í slúðurpakkanum á þessum kuldalega mánudegi.

Chelsea hefur endurnýjað áhuga sinn á Wilfried Zaha (29), leikmaður Crystal Palace og Fílabeinsstrandarinnar. Pierre-Emerick Aubamayeang (33), gabonski sóknarmaðurin hjá Barcelona, er samt áfram númer eitt á óskalistanum. (Guardian)

Arsenal hefur einnig áhuga á Zaha, ef félagið nær ekki að krækja í portúgalska vængmanninn Pedro Neto (22) hjá Wolves eða spænska miðjumanninn Yeremi Pino (19) hjá Villarreal. (Dean Jones)

Manchester United hefur sent fyrirspurn vegna Aubameyang. (Caught Offside)

Umboðsmaður Cristiano Ronaldo (37) hefur aftur sett sig í samband við Chelsea á ný, til að kanna hvort möguleiki sé fyrir portúgölsku stjörnuna að fara á Stamford Bridge. (Independent)

Ajax vill fá marokkóska vængmanninn Hakim Ziyech (29) til að fylla skarð Antony (22) eftir að Hollandsmeistararnir samþykktu tilboð frá Manchester United í brasilíska landsliðsmanninn. (Mail)

Chelsea hefur boðið Everton að fá albanska sóknarmanninn Armando Broja (20) og enska miðjumanninn Conor Gallagher (22), auk 25 milljóna punda, fyrir enska sóknarleikmanninn Anthony Gordon (22). (Football Insider)

Enski vængmaðurinn Callum Hudson-Odoi (21) er á leið í læknisskoðun hjá Bayer Leverkusen eftir að þýska félagið komst að samkomulagi við Chelsea um lánssamning. (Sky Sports)

Búist er við því að hollenski miðjumaðurinn Frenkie de Jong (25) verði áfram hjá Barcelona þegar glugganum verður lokað. Þrátt fyrir áhuga Manchester United, Chelsea og Liverpoo. (CBS Sport)

Liverpool íhugar að gera tilboð í norska miðjumanninn Sander Berge (24) hjá Sheffield United. (Yorkshire Post)

Leicester og Everton eru að íhuga að gera tilboð í brasilíska sóknarmanninn Matheus Pereira (26) sem er hjá Al Hilal í Sádi-Arabíu. Pereira er fyrrum leikmaður West Bromwich Albion. (Sun)

Valencia er bjartsýnt á að skáka Real Sociedad og fá úrúgvæska sóknarmanninn Edinson Cavani (35). Valencia hyggst bjóða honum tveggja ára samning. (Fabrizio Romano)

Spænski bakvörðurinn Sergio Reguilon (25) hjá Tottenham er á leið til Atletico Madrid á lánssamningi. Ekkert ákvæði er um möguleg kaup. (Fabrizio Romano)

Harry Winks (26), miðjumaður Tottenham og Englands, er að nálgast skipti til Sampdoria. (Evening standard)

Chelsea hefur ákveðið að enski varnarmaðurinn Trevoh Chalobah (23) muni ekki yfirgefa félagið í sumar þrátt fyrir viðræður við Inter, AC Milan og RB Leipzig um mögulegan lánssamning. (Fabrizio Romano)

Chelsea vonast til að skáka Tottenham og Crystal Palace og kaupa enska varnarmanninn Ronnie Edwards (19) frá Peterborough. (Football Insider)

Spezia er nálægt því að fá velska miðjumanninn Ethan Ampadu (21) frá Chelsea á lánssamningi. Ákvæði verður um möguleg kaup á 12,7 milljónir punda. (Fabrizio Romano)
Athugasemdir
banner
banner