Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 29. desember 2020 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Conte sagður vilja skipta Eriksen fyrir Paredes
Inter telur sig ekki hafa not fyrir Eriksen.
Inter telur sig ekki hafa not fyrir Eriksen.
Mynd: Getty Images
Antonio Conte, stjóri Inter, vill skipta danska miðjumanninum Christian Eriksen fyrir Leandro Paredes, miðjumanni Paris Saint-Germain.

La Gazzetta dello Sport segir frá því að Conte muni ræða við yfirmenn sína á morgun.

Conte vill losa sig við hinn 28 ára gamla Eriksen sem gekk í raðir Inter frá Tottenham snemma á árinu en hefur ekki náð að spila sig inn í liðið.

„Það er rétt, hann er á sölulista og gæti farið í janúar. Hef ekkert slæmt að segja um Eriksen en hann hefur því miður ekki náð að finna sig hjá Inter," sagði Beppe Marotta, framkvæmdastjóri Inter, á dögunum.

Conte hefur áhuga á að fá hinn 26 ára gamla Paredes frá PSG. Óvíst er hins vegar hvort að Parísarfélagið sé tilbúið að leyfa Argentínumanninum að fara.

Mauricio Pochettino er að taka við PSG á næstu dögum og hann þekkir Eriksen vel, en þeir störfuðu saman hjá Tottenham.
Athugasemdir
banner
banner