Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 30. júní 2018 08:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Griezmann ætlar til Bandaríkjanna á seinni hluta ferilsins
Griezmann vill verða heimsmeistari
Griezmann vill verða heimsmeistari
Mynd: Getty Images
Frakkinn Antoine Griezmann verður áfram hjá Atletico Madrid á næsta tímabili þrátt fyrir að hafa verið eftirsóttur af Barcelona. Hann ætlar hins vegar að fara til Bandaríkjanna á seinni hluta ferilsins.

Griezmann vill vinna heimsmeistarakeppnina og Meistaradeild Evrópu, og eftir það getur hann klárað ferilinn í MLS-deildinni í Bandaríkjunum.

„Heimsmeistari, vinna Meistaradeild Evrópu og þá get ég farið og spilað í rólegheitunum í Bandaríkjunum. Það er planið mitt. Það er ekkert slæmt er það nokkuð?" sagði Griezmann.

„Ég veit ekki hvað ég verð gamall þegar ég spila í MLS-deildinni. Það veltur allt á titlunum. Þegar ég verð 32 ára eða 33 ára vill ég spila þar."

„Að vinna mót með landi þínu er það besta sem ég get hugsað mér um. Ég vill klára ferilinn með þennan titil (heimsmeistaratitilinn) í skápnum mínum . Það verður kannski núna í sumar, eða í Qatar. En ég vill ekki klára lífið sem fótboltamaður án titla. Ég hugsa um það oft."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner