Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 30. desember 2020 19:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Reiði hjá félögum vegna frestanna á leikjum
Mourinho er ósáttur með ferlið í kringum frestanir
Mourinho er ósáttur með ferlið í kringum frestanir
Mynd: Getty Images
John Cross greinir frá því í grein sinni á Mirror að reiði sé hjá úrvalsdeildarfélögum vegna þess hvernig er staðið að frestunum á leikjum í deildinni.

Félögin vilja að línunarnir í kringum frestanir séu skýrari en gengið hefur verið út frá því að ef fjórtán leikmenn gætu spilað hjá báðum liðum þá fari leikurinn fram.

Sú virðist ekki staðan í kringum leik Tottenham og Fulham annars vegar og Everton og Manchester hins vegar.

Tottenham var búið að kosta miklu til í dag til að leikurinn gegn Fulham gæti farið fram. Leikurinn átti að vera í beinni útsendingu á Amazon en leiknum var frestað einungis þremur tímum áður en hann átti að fara fram.

Samkvæmt heimildum Mirror greindust sex leikmenn Fulham og fjórir starfsmenn með veiruna í síðustu prófunum.

Núna eru félög á því að öll félög geti beðið um frestanir og fengið þær í gegn þar sem fjórtán manna reglunni sé ekki fylgt varðandi frestanir.

„Leikur klukkan sex... við vitum ekki enn hvort við séum að fara að spila. Besta deild í heimi," skrifaði Jose Mourinho, stjóri Tottenham, í færslu sinni á Instagram í dag.
Athugasemdir
banner