Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 31. maí 2021 18:15
Aksentije Milisic
Lukaku valinn bestur í Serie A - Vlahovic efnilegastur
Bestur.
Bestur.
Mynd: Getty Images
Vlahovic efnilegastur.
Vlahovic efnilegastur.
Mynd: Getty Images
Búið er að tilkynna hverjir voru valdnir bestu leikmenn í Serie A deildinni á Ítalíu fyrir tímabilið sem var að ljúka.

Besti leikmaðurinn deildarinnar er Romelu Lukaku en hann átti frábært tímabil fyrir Inter Milan sem vann deildina. Belginn stæðilegi skoraði 24 mörk og var næst markahæsti leikmaður deildarinnar.

Dusan Vlahovic, framherji Fiorentina, var valinn bestu ungi leikmaðurinn. Menn þurfa að vera yngri en 23 ára til að geta unnið þessi verðlaun.

Vlahovic átti frábært tímabil með Fiorentina og þá sérstaklega seinni hluta þess. Hann endaði með 21 mark í deildinni og varð fjórði markahæsti leikmaðurinn.

Christian Romero, varnarmaður Atalanta, var valinn bestu varnarmaður deildarinnar og þá var Nicolo Barella, miðjumaður Inter, valinn bestu miðjumaðurinn. Gianluigi Donnarumma, markvörður AC Milan, var valinn besti markvörðurinn.

Cristiano Ronaldo var svo valinn besti framherjinn en hann varð markahæsti leikmaður deildarinnar með 29 mörk. Flott tímabil hjá Ronaldo en Juventus var hins vegar í miklu basli og rétt náði fjórða sætinu í lokaumferðinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner