Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   þri 16. maí 2017 11:44
Elvar Geir Magnússon
Goal valdi ekki Ronaldo í lið tímabilsins á Spáni
Ekkert pláss fyrir Ronaldo.
Ekkert pláss fyrir Ronaldo.
Mynd: Goal.com
Real Madrid og Barcelona eru liðin sem berjast um spænska meistaratitilinn og þessi lið eiga langflesta fulltrúa í liði ársins í la Liga sem vefurinn Goal.com valdi.

Þessi lið bítast um Spánarmeistaratitilinn. Barcelona er á toppnum en Real er talið líklegra, liðið á leik inni gegn Celta Vigo á miðvikudagskvöld.

Mikla athygli vekur að sjálfur Cristiano Ronaldo kemst ekki í úrvalslið en hann er þriðju markahæsti leikmaður deildarinnar (22), á eftir Luis Suarez (28) og Lionel Messi (35).

Ekki er heldur pláss fyrir Sergio Ramos eða Neymar en hér má sjá liðið hjá Goal.

JAN OBLAK (Atletico)
DANI CARVAJAL (Real Madrid)
GERARD PIQUE (Barcelona)
DIEGO GODIN (Atletico)
MARCELO (Real Madrid)
TONI KROOS (Real Madrid)
JONATHAN VIERA (Las Palmas)
ISCO (Real Madrid)
LIONEL MESSI (Barcelona)
LUIS SUAREZ (Barcelona)
IAGO ASPAS (Celta Vigo)

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner