Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
banner
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
Æfingamót U19 karla
föstudagur 6. september
Þjóðadeildin
Undankeppni EM U21
fimmtudagur 5. september
Æfingamót U19 karla
miðvikudagur 4. september
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
föstudagur 22. nóvember
Championship
Plymouth 1 - 2 Watford
Division 1 - Women
Fleury W - Paris W - 20:00
Bundesligan
Bayern 1 - 0 Augsburg
Úrvalsdeildin
Rubin 3 - 0 Akron
La Liga
Getafe 0 - 0 Valladolid
sun 05.maí 2024 12:00 Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Magazine image

Spá þjálfara og fyrirliða í Lengjudeild kvenna: 1. sæti

Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Lengjudeild kvenna í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð í deildinni. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið. Liðin fengu stig frá 1-9 en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði. Ef spáin rætist þá vinnur Afturelding deildina og fer upp ásamt ÍBV.

Deildin hefst í dag og er fyrsta umferðin svona:

sunnudagur 5. maí
14:00 Afturelding-ÍBV (Malbikstöðin að Varmá)
15:30 Selfoss-FHL (JÁVERK-völlurinn)

mánudagur 6. maí
19:15 ÍA-Grindavík (Akraneshöllin)
19:15 Fram-ÍR (Lambhagavöllurinn)

þriðjudagur 7. maí
18:30 HK-Grótta (Kórinn)

Aftureldingu er spáð titlinum.
Aftureldingu er spáð titlinum.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Perry Mclachlan tók við Aftureldingu í vetur.
Perry Mclachlan tók við Aftureldingu í vetur.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ariela Lewis er frábær leikmaður í þessari deild.
Ariela Lewis er frábær leikmaður í þessari deild.
Mynd/Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Elaina LaMacchia kemur í markið.
Elaina LaMacchia kemur í markið.
Mynd/Afturelding
Hildur Karítas Gunnarsdóttir er mjög öflug.
Hildur Karítas Gunnarsdóttir er mjög öflug.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Snæfríður Eva Eiríksdóttir er spennandi leikmaður.
Snæfríður Eva Eiríksdóttir er spennandi leikmaður.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hvað gerir Afturelding í sumar?
Hvað gerir Afturelding í sumar?
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Spáin:
1. Afturelding, 149 stig
2. ÍBV, 134 stig
3. Fram, 122 stig
4. HK, 101 stig
5. FHL, 99 stig
6. Grindavík, 81 stig
7. Selfoss, 76 stig
8. Grótta, 61 stig
9. ÍA, 56 stig
10. ÍR, 21 stig

1. Afturelding
Eftir að hafa fallið úr Bestu deildinni sumarið 2022, þá fann Afturelding sig aldrei í fyrra. Liðið var í algjöru miðjumoði og endaði í fimmta sæti með 29 stig. Það var ráðist í breytingar í vetur en kannski var komin ákveðin stöðnun í verkefnið í Mosfellsbænum. Það hefur allavega verið ferskur bragur yfir pizzabænum í vetur og hefur Afturelding litið hvað liða best út á undirbúningstímabilinu. Liðið vann B-deild Lengjubikarsins og skoraði liðið mest og fékk fæst mörk á sig í þeirri keppni. Afturelding vann svo flottan sigur á ÍBV í Mjólkurbikarnum á dögunum, en Eyjakonum er spáð öðru sæti deildarinnar. Þjálfarar og fyrirliðar í þessari deild hafa mikla trú á Mosfellingum og það er spurning hvort liðið muni standast væntingarnar.

Þjálfarinn: Það voru þjálfarabreytingar hjá Aftureldingu í vetur og er Perry Maclachlan nýr þjálfari liðsins. Hann hefur þjálfað á Íslandi frá árinu 2019, fyrst sem aðstoðarþjálfari karlaliðs Þórs og markmannsþjálfari, svo sem aðstoðarþjálfari og aðalþjálfari Þórs/KA. Fyrri hluta sumarsins 2023 stýrði hann KR áður en hann var óvænt rekinn. Næsta verkefni hans er í Mosfellsbænum. Toni Deion Pressley er aðstoðarþjálfari hans en sú er með gríðarlega reynslu í fótbolta á hæsta stigi.

Styrkleikar: Eins og áður segir þá virðist vera ferskur bragur yfir Aftureldingu fyrir sumarið. Það hefur gengið vel á undirbúningstímabilinu og það eykur örugglega sjálfstraustið bara að lyfta bikar. Ef Toni Pressley spilar eitthvað í sumar, þá verður það frábært en það verður bara að koma í ljós. Hinir tveir erlendu leikmennirnir sem bættust við hópinn eru með reynslu úr þessari deild og eru báðar virkilega góðar; Elaina að verja markið og Ariela að koma boltanum í markið. Leikmennirnir sem voru í liðinu í fyrra eru reynslunni ríkari eftir síðasta sumar og koma eflaust tvíefldar til leiks inn í komandi fótboltasumar.

Veikleikar: Afturelding er með stóran hóp og mikið af góðum leikmönnum. Það verður erfitt að skilja leikmenn eftir á bekknum og jafnvel utan hóps. Það er ákveðið svona lúxusvandamál en mögulega verða þá einhverjir leikmenn óánægðir. Afturelding var lengi búið að vera með sama þjálfarateymið en núna kemur inn nýtt teymi með nýjar áherslur. Þó það hafi gengið vel í vetur, þá hefur frammistaðan verið sveiflukennd inn á milli og það tekur tíma að fínpússa þetta allt saman.

Lykilmenn: Ariela Lewis, Elaina Carmen La Macchia og Hildur Karítas Gunnarsdóttir.

Fylgist með: Snæfríður Eva Eiríksdóttir kom aftur á láni frá Val og er það mikill happafengur fyrir Mosfellinga. Spilaði alla leiki liðsins í Lengjudeildinni í fyrra. Hún er fædd árið 2005 og hefur spilað með yngri landsliðum Íslands. Hún kom við sögu í þremur leikjum með Íslandsmeisturum Vals í Lengjubikarnum í vetur og það segir mikið um gæði þessa efnilega miðjumanns.

Komnar:
Ariela Lewis frá Gróttu
Elaina Carmen La Macchia frá Fram
Elíza Gígja Ómarsdóttir frá Víkingi R.
Hrafnhildur Hjaltalín frá ÍH
Katrín S. Vilhjálmsdóttir frá Fjölni (var á láni)
Saga Líf Sigurðardóttir frá Þór/KA
Sigrún Guðmundsdóttir frá Augnbliki
Snæfríður Eva Eiríksdóttir frá Val (á láni)
Telma Hjaltalín Þrastardóttir frá FH
Toni Deion Pressley frá Breiðabliki

Farnar:
Eva Ýr Helgadóttir í Selfoss
Guðrún Embla Finnsdóttir í Álftanes (á láni)
Lilja Björk Gunnarsdóttir í Álftanes (á láni)

Þetta er bara spá
Perry Maclachlan er á leið inn í sitt fyrsta tímabil sem þjálfari Aftureldingar og hann er spenntur að takast á við nýtt verkefni.

„Spáin er auðvitað skemmtileg, en þetta er bara spá. Við vitum að við verðum enn að standa okkur og markmiðið er að skila ákveðinni grunnframmistöðu í hverjum leik, þar sem deildin er erfið og hún full af góðum liðum og góðum þjálfurum."

„Það hefur gengið mjög vel hjá okkur í vetur, ég hef notið undirbúningstímabilsins og viðbragðanna sem félagið og leikmenn hafa gefið mér og starfsfólkinu varðandi það hvernig við viljum gera hlutina innan liðsins og innan félagsins. Það eru allir hérna að styðja við það sem við erum að reyna að gera."

„Undirbúningstímabilið hefur verið gott; það gerði okkur kleift að útfæra hvernig við viljum spila og leikmenn fengu að sjá hvað við búumst hvað við búumst við af þeim innan sem utan vallar. Við vorum að koma inn í félag þar sem leikmennirnir voru mjög vanir að spila á ákveðinn hátt en við teljum að þær hafi staðið sig mjög vel að laga sig að nýjum stíl."

„Það eru nokkrar breytingar í kringum liðið með það hvernig við störfum daglega sem leikmennirnir hafa svo sannarlega brugðist mjög vel við. Við erum mjög ánægð með leikmennina sem hafa komið inn og líka með leikmennina sem eru áfram hjá félaginu - það var góður grunnur til að byggja á."

Deildin er mjög svo áhugaverð en í henni eru mörg góð lið og frábærir leikmenn.

„Við teljum að deildin verði mjög erfið eins og áður hefur komið fram. Það eru nokkur mjög góð lið, leikmenn og þjálfarar í deildinni. Markmið okkar er að halda okkur við frammistöðustaðla okkar í hverjum leik og fá verðlaunin fyrir það - tryggja að við höfum stöðugleika í frammistöðu okkar líka."

„Ég er bara gríðarlega spenntur að tímabilið sé að byrja. Leikmennirnir og starfsfólkið hafa lagt mikið á sig og við erum spennt að sjá hvernig þetta spilast."

Fyrstu þrír leiki Aftureldingar:
5. maí, Afturelding - ÍBV (Malbikstöðin að Varmá)
13. maí, Grótta - Afturelding (Vivaldivöllurinn)
23. maí, Afturelding - Grindavík (Malbikstöðin að Varmá)

1. umferðin
sunnudagur 5. maí
14:00 Afturelding-ÍBV (Malbikstöðin að Varmá)
15:30 Selfoss-FHL (JÁVERK-völlurinn)

mánudagur 6. maí
19:15 ÍA-Grindavík (Akraneshöllin)
19:15 Fram-ÍR (Lambhagavöllurinn)

þriðjudagur 7. maí
18:30 HK-Grótta (Kórinn)
Athugasemdir
banner