Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   sun 05. maí 2024 10:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Logi á öflugum lista - Áhugi frá Englandi og Hollandi
Með landsliðinu i janúar.
Með landsliðinu i janúar.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það styttist í sumargluggann og á X-reikningi Wyscout er nafn Loga Tómassonar á skemtilegum lista. Wyscout er gagnagrunnur þar sem alls konar tölfræði er tekin saman og hægt að sjá hvaða leikmenn eru að skara fram úr í ýmsum þáttum leiksins.

Logi er á lista sem einn af heitustu bitum Skandinavíu. Hann er leikmaður Strömsgodset og hefur heillað frá komu sinn frá Víkingi í ágúst í fyrra. Hann lenti í þvi að fá Covid snemma eftir komu sína en síðan þá hefur hann verið virkilega góður.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er áhugi á Loga, sem er 23 ára, frá Englandi og Hollandi.

Í fimmtán deidlarleikjum hefur hann skorað tvö mörk og lagt upp tvö og þá hefur hann skorað eitt mark í tveimur bikarleikjum. Vinstri bakvörðurinn var hluti í landsliðinu í janúar og ef hann heldur uppteknum hætti eru allar líkur á því að hann verði seldur frá Noregi í sumar.

Með honum á listanum voru þeir Albert Grønbæk (22 ára Dani, miðjumaður Bodö/Glimt), Sebastian Nanasi (21 árs Svíi, miðjumaður Malmö) og Oliver Dovin (21 árs Svíi, markvörður Hammarby).

Ritað erum hvern og einn og vísað í tölfræði úr Wyscout. Logi spilar sem vængbakvörður hjá Strömsgodset og er hann með mjög flottar sóknartölur en einnig öflugar tölur þegar kemur að því að skila sér til baka og verjast. Sagt er að Logi hafa nánast fimmfaldað verðmiðann á sér frá komu sinni. Strömsgodset er sagt hafa greitt 220 þúsund evrur fyrir Loga en hann gæti kostað yfir eina milljón evra í dag.

Strömsgodset er í fjórða sæti með tíu stig eftir fimm umferðir og liðið á leik gegn Bodö/Glimt í dag.


Athugasemdir
banner
banner
banner