Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   sun 05. maí 2024 10:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Pressa á Arnari sem verður að vinna uppeldisfélagið - „Getur ekki verið þægileg staða“
Arnar Grétarsson, þjálfari Vals.
Arnar Grétarsson, þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Jóhannesson, fyrrum þjálfari Vals, er að starfa fyrir félagið bak við tjöldin.
Ólafur Jóhannesson, fyrrum þjálfari Vals, er að starfa fyrir félagið bak við tjöldin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur er þegar sjö stigum frá toppsæti Bestu deildarinnar og í útvarpsþættinum Fótbolti.net var rætt um að ekkert annað en sigur kemur til greina hjá liðinu á morgun, gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli.

Tómas Þór Þórðarson var spurður að því hvort Valur væri þegar úr leik í titilbaráttunn?

„Ekki í 27 leikja móti, við verðum að sjálfsögðu að halda þeim inn í því. Ef Víkingur vinnur HK, sem miklar líkur eru á, er Valur þá tíu stigum frá toppnum. Þeir verða sjö stigum frá Blikum ef þeir tapa á mánudaginn," svaraði Tómas en mikil pressa er farin að myndast á þjálfara Vals.

„Það verður áhugavert að sjá hvernig Valsmenn koma inn í þetta. Við vitum hvað Arnar Grétarsson vill gera þegar hann er að reyna að rétta skútuna af. Hann er fyrst og fremst varnarsinnaður þjálfari og býr til þétt lið sem fær ekki mörg mörk á sig. Gallinn er sá að þeir hafa ekki verið að skora nóg og það er eins og framherjarnir þeirra séu í krummafót."

„Miðað við mannskapinn. Gylfi Sig, Aron Jó og Kiddi Freyr eiga að mata Jónatan, Tryggva og Patrick Pedersen. Maður var að búast við flugeldasýningu í hverjum einasta leik. Eftir síðasta leik hjá þeim, á móti Fram, fannst mér stuðningsmennirnir á veraldarvefnum miklu reiðari yfir spilamennskunni en úrslitunum."

„Arnar er að fara á útivöll á móti Breiðabliki og er nánast kominn í leik sem hann verður að vinna. Það er svakalegt," segir Tómas en Valur hefur aðeins skorað þrjú mörk í fyrstu fjórum deildarleikjum sínum.

Óli Jó niðri á Hlíðarenda alla daga
„Þeir mega ekki misstíga sig mikið meira. Markmið Vals fyrir tímabilið var bara Íslandsmeistaratitilinn og þetta er risaleikur fyrir Arnar Grétarsson gegn uppeldisfélaginu sínu. Börkur hefur alltaf verið óhræddur við að taka stórar ákvarðanir ef hlutirnir eru ekki að ganga upp," segir Elvar Geir Magnússon.

„Tryggvi Hrafn Haraldsson, og ég gæti alveg nefnt fleiri, gæti alveg verið búinn að bjarga þjálfaranum sínum frá þessari umræðu með því að sparka boltanum í markið. Þeir eru búnir að fá færi en eru að bregðast fyrir framan markið," segir Tómas og talar um að Valur horfi líklega til Ólafs Jóhannessonar ef breytingar verða gerðar en hann er að starfa bak við tjöldin fyrir félagið.

„Það verður að segjast eins og er (að sæti Arnars verði heitt ef liðið tapar á morgun). Með Óla Jó niðri á Hlíðarenda alla daga. Það getur ekki verið þægileg staða," segir Tómas.

Gylfi búinn að vera flottur
Pressan á Valsliðið jókst umtalsvert með komu Gylfa Þórs Sigurðssonar en í þættinum var rætt um lofandi byrjun Gylfa hjá Val.

„Það er ekki hægt að búast við meiru frá honum, hann er að koma aftur inn í fótboltann og lenti í meiðslum. Gervigrasið fer víst vel í hann og hann er bara búinn að vera flottur," segir Tómas.

„Allt jákvætt í sóknarleik Vals er að gerast í kringum hann og hann á bara eftir að verða betri," bætir Elvar við.
Útvarpsþátturinn - Besta, Lengjan og Arne Slot skýrsla
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner