Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   sun 05. maí 2024 09:20
Fótbolti.net
Lið og leikmaður 1. umferðar - Varði tvisvar einn gegn einum
Lengjudeildin
Vilhelm Þráinn Sigurjónsson er leikmaður 1. umferðar.
Vilhelm Þráinn Sigurjónsson er leikmaður 1. umferðar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gummi Kalli skoraði í Fossvoginum.
Gummi Kalli skoraði í Fossvoginum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexander Kostic.
Alexander Kostic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrsta umferð Lengjudeildarinnar var í meira lagi áhugaverð og óvænt úrslit á hverju strái. Hér er úrvalslið umferðarinnar.

Nýliðar ÍR gerðu sér lítið fyrir, fóru til Keflavíkur og sóttu stigin þrjú með 2-1 útisigri. Árni Freyr Guðnason og Jóhann Birnir Guðmundsson þjálfa liðið saman og eru þjálfarar umferðarinnar. Alexander Kostic er í úrvalsliðinu og þá eiga ÍR-ingar leikmann umferðarinnar.

Leikmaður umferðarinnar:
Vilhelm Þráinn Sigurjónsson - ÍR
Markvörður Breiðhyltinga var valinn maður leiksins í Keflavík. Hann varði tvisvar glæsilega einn á móti manni sem sem hafði sloppið einn í gegn og hafið góða stjórn á því sem hann á að gera í fótboltaleikjum. Stýrði teignum sínum vel.



Hinir nýliðarnir í Dalvík/Reyni unnu einnig ákaflega öflugan sigur, 3-1 gegn ÍBV á heimavelli sínum. Írski sóknarmaðurinn Abdeen Temitope Abdul skoraði tvívegis fyrir heimamenn og Spánverjinn Borja López innsiglaði sigurinn.

Fjölnir byrjaði á sigri gegn Grindavík í upphafsleik deildarinnar síðasta miðvikudag. Leikið var á heimavelli hamingjunnar og skoraði Guðmundur Karl Guðmundsson þar mikilvægt mark og var valinn maður leiksins. Fjölnir vann 3-2 í skemmtilegum leik.

Elmar Kári Enesson Cogic var valinn maður leiksins þegar Afturelding gerði 1-1 jafntefli gegn Gróttu. Damian Timan skoraði jöfnunarmark gestaliðsins.

Hlynur Þórhallsson, nítján ára miðvörður Þróttar, var valinn maður leiksins í 1-1 jafntefli gegn Þór. Birkir Heimisson stýrði spilinu á miðju Akureyringa.

Björn Aron Björnsson kom Njarðvík á bragðið gegn Leikni í Breiðholtinu. Njarðvíkingar unnu á endanum stórgóðan 2-1 útisigur. Sigurjón Már Markússon er einnig í liði umferðarinnar.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 22 11 6 5 50 - 27 +23 39
2.    Keflavík 22 10 8 4 37 - 24 +13 38
3.    Fjölnir 22 10 7 5 34 - 28 +6 37
4.    Afturelding 22 11 3 8 39 - 36 +3 36
5.    ÍR 22 9 8 5 30 - 28 +2 35
6.    Njarðvík 22 8 9 5 34 - 29 +5 33
7.    Þróttur R. 22 8 6 8 37 - 31 +6 30
8.    Leiknir R. 22 8 4 10 33 - 34 -1 28
9.    Grindavík 22 6 8 8 40 - 46 -6 26
10.    Þór 22 6 8 8 32 - 38 -6 26
11.    Grótta 22 4 4 14 31 - 50 -19 16
12.    Dalvík/Reynir 22 2 7 13 23 - 49 -26 13
Athugasemdir
banner
banner
banner