Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   sun 05. maí 2024 10:30
Brynjar Ingi Erluson
Phillips verður ekki áfram hjá West Ham - Orðaður við uppeldisfélagið
Mynd: Getty Images
Enski miðjumaðurinn Kalvin Phillips yfirgefur West Ham eftir þetta tímabil og mun því snúa aftur til Manchester City. Þetta kemur fram á Athletic.

Phillips, sem er 28 ára gamall, kom til West Ham á láni í janúar eftir að hafa fengið lítið sem ekkert að spila með Englandsmeisturunum.

Honum hefur ekki tekist að heilla hjá West Ham á þessum fjórum mánuðum sem hann hefur verið hjá félaginu og er ljóst að Lundúnaliðið hefur ekki áhuga á að gera skiptin varanleg.

Dan Sheldon hjá Athletic segir að búið sé að taka ákvörðun um að Phillips fari aftur til Manchester CIty.

Man City mun reyna að finna góða lausn fyrir Phillips en það er ólíklegt að hann verði áfram þar.

Uppeldisfélagi hans, Leeds United, er sagt áhugasamt um að fá Phillips aftur aðeins tveimur árum eftir að hafa selt hann.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner