Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   sun 05. maí 2024 12:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hin hliðin - Elíza Gígja Ómarsdóttir (Afturelding)
Elíza Gígja Ómarsdóttir.
Elíza Gígja Ómarsdóttir.
Mynd: Afturelding
Erfitt að eiga við Hildi Karítas á æfingum.
Erfitt að eiga við Hildi Karítas á æfingum.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Geitin.
Geitin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyja Stefánsdóttir er efnileg.
Freyja Stefánsdóttir er efnileg.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
'Sigrún var fljót að fyrirgefa mér fyrir þessa ákvörðun'
'Sigrún var fljót að fyrirgefa mér fyrir þessa ákvörðun'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hlín Heiðarsdóttir.
Hlín Heiðarsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
'Snæja kemur sífellt á óvart'
'Snæja kemur sífellt á óvart'
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Lengjudeild kvenna hefst í dag og erum við á Fótbolta.net að klára að birta spá þjálfara og fyrirliða fyrir mótið. Á toppnum er Afturelding.

Elíza Gígja Ómarsdóttir er varnarmaður sem gekk í raðir Aftureldingar í vetur. Elíza Gígja er fædd 2003 og á hún tólf keppnisleiki að baki fyrir sterkt lið Víkings, þar af sjö í Lengjudeildinni. Hún er núna að koma til baka eftir að hafa slitið krossband og verður gaman að fylgjast með henni á vellinum í sumar.

Í dag sýnir Elíza á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Elíza Gígja Ómarsdóttir

Gælunafn: EGÓ af mínu nánasta fólki, Gígí af nokkrum vel völdum og svo var ég orðin Jurgen í Víking

Aldur: 21 árs

Hjúskaparstaða: Lausu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnisstætt úr leiknum: Hélt að það væri sumarið 2020 á móti Fjölni þegar ég datt óvænt inn í byrjunarliðið eftir að hafa ekki verið einu sinni verið í hóp allt sumarið þegar einn miðvörðurinn lenti í sóttkví. Fór að skoða það svo og á víst tvo leiki í Reykjavíkurmótinu fyrr á sama ári, man ekkert eftir því þannig ég tek þennan Fjölnisleik frekar, miklu betri saga.

Uppáhalds drykkur: Bleikur og rauður collab

Uppáhalds matsölustaður: Serrano

Hvernig bíl áttu: Á vissulega ekki krónu í honum en keyri um á Kia Rio flesta daga í boði foreldra minna.

Áttu hlutabréf eða rafmynt: Neib

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Gossip girl og new girl

Uppáhalds tónlistarmaður: Birnir

Uppáhalds hlaðvarp: Úff er svo mikil podcast kona, get ekki gert upp á milli. Doc, Steve, gula, ÞAAVG og eftirmál eru öll ofarlega á listanum.

Uppáhalds samfélagsmiðill: Tiktok

Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: fotbolti.net

Fyndnasti Íslendingurinn: Hjörvar Hafliða, shiiii

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: ET AÐ FÞIPPA

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Ég er einn stærsti hater Kórsins á landinu þannig HK tekur þetta.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Það er erfitt að eiga við Hildi Karítas á æfingu

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Enginn einn sem stendur upp úr eitthvað sérstaklega.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Er allt of þver til að viðurkenna það opinberlega.

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Gerrard og Katrín Jóns, tvær geitur

Sætasti sigurinn: Sumarið 2021 á móti FH í Krikanum. Enginn að búast við því að við myndum vinna en vorum bara miklu betri og drápum eiginlega vonir þeirra um að fara upp um deild sem var alveg skemmtilegt líka. Bikarúrslitaleikurinn í fyrra var vissulega geggjaður en það væri leiðinlegt að sætasti sigurinn á ferlinum væri leikur sem ég gat ekki spilað.

Mestu vonbrigðin: Mér fannst ekkert sérstaklega fyndið að slíta krossband og missa af síðustu tveim sumrum með Víking.

Uppáhalds lið í enska: Liverpool

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Fá Ólöfu Hildi í Mosó takk, sakna hennar strax.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Freyja Stefánsdóttir

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: No comment

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Elín Metta

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: MESSI

Hver er mesti höstlerinn í­ liðinu: Þar sem ég er tæknilega séð bæði leikmaður Víkings og Aftureldingar ætla ég að segja Freyja Stefánsdóttir, það liggur við að það þurfi að loka hana inni stundum

Uppáhalds staður á Íslandi: Fátt sem jafnast á við dalinn með góðum vinum á Þjóðhátíð

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Vorum að spila æfingaleik við Keflavík í vetur. Ég setti langan bolta inn fyrir á Hildi Karítas og Sigrún Eva ætlaði að láta mig heyra það fyrir að hafa ekki fundið hana í lappir þegar Hildur fékk boltann og skoraði, Sigrún var fljót að fyrirgefa mér fyrir þessa ákvörðun.

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Ekki beint hjátrú en pæli mjög mikið í tölum í daglegu lífi sem verður til þess að sumar tölur finnst mér ljótar og vil ekki hafa á bakinu. Frumtölur eru í uppáhaldi hjá mér og vil helst vera með þær á bakinu, vildi að þetta væri grín. Jú svo sleit ég krossband í treyju númer 13, efast um að ég prófi hana aftur í nánustu framtíð.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Ég reyni að vera með puttana á púlsinum í flestu en fylgist aðallega með handboltanum. Fæ svo af og til dellu fyrir alls konar íþróttum, er t.d. með reglurnar í krikket á lás.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nýju Predator, alvöru skellur að þeir séu ekki til með tungu í gervigras týpunni.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: Allt sem tengist handavinnu, er með tvær vinstri hendur þegar kemur að því að gera eitthvað listrænt. Sama hvort það var smíði, myndmennt, textíll eða eitthvað annað. Mjög kaldhæðnislegt að ég hafi svo farið á lista- og nýsköpunarbraut í menntaskóla.

Vandræðalegasta augnablik: Það er alltaf eitthvað vandræðalegt við að meiðast eitthvað í leik og var alveg sérstaklega vandræðalegt svona eftir á að hyggja þegar ég sleit krossband. Alveg þögn í Skessunni á meðan ég öskurgrenjaði eins og ég veit ekki hvað.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Hlín því að við myndum bara gleyma okkur í gleðinni þegar á eyjuna væri komið við erum svo sniðugar, Snæju af því að mér líður eins og hún myndi halda yfirvegun sem gæti skort í mig og Hlín og svo Andreu af því hún myndi á einhvern hátt koma okkur heim af eyjunni og bara sjá um allt yfir höfuð.

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Væri til í að sjá Hlín í Ísland got talent með dansatriði, ekki viss um að hún kæmist áfram en ég myndi skemmta mér konunglega.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég var í samkvæmisdansi í 10 ár og á þar nokkra Íslands- og bikarmeistaratitla, það virðist alltaf koma fólki jafn mikið á óvart.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Snæja kemur sífellt á óvart. Það fer lítið fyrir henni en það leynist alvöru brandarakall í henni. Ingvar markmannsþjálfari fær líka shout, þvílíkur meistari.

Hverju laugstu síðast: Sagði mömmu ég væri byrjuð á ritgerð. Hún trúði mér ekki í 1 sek, þekkir sína konu

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: HLAUP

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Joey Barton hvort að það sé ekki komið gott frá honum í bili.
Athugasemdir
banner
banner